Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 46

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 46
46 Atli Harðarson kjarnorkustyrjaldar á líf okkar velti algerlega á því hvað við hugsum og höldum um slík efni? Ég átta mig ekki á hvernig hugsmíðahyggjumenn um allan veruleik- ann geta svarað, af ábyrgð og heilindum, ef þeir eru spurðir hvort ekki sé hægt að gera kjarnorkuvopn skaðlaus með því að hugsa á öðrum nótum um orku, geislun og kjarnahvörf. (Ástæðan fyrir því að kjarnorkuvopn eru skelfileg ógn, og það ætti að eyða þeim, er að þau geta drepið allt mannkyn óháð því hvað við hugsum og höldum.) Það er ef til vill ekki í tísku, og ef til vill ekki stundað, að ræða um fyrirbæri eins og landamæri og peninga sem félagslega smíð. Þau ráðast með of augljósum hætti af því sem fólk tekur mark á til að það sé efni í bitastæða heimspeki. En ég get samt illa varist þeirri hugsun að það sé tímabært að menn geri sér betur ljóst að landamæri og peningar eiga tilveru sína undir því að við tökum mark á pólitísk- um yfirlýsingum og valdsorðaskaki. (Raunar var eðli peninga breytt með talsvert afgerandi hætti fyrir næstum hálfri öld síðan þegar bandarísk yfirvöld lýstu því yfir að dalurinn jafngilti ekki lengur tilteknu magni af gulli.) Tugmilljónir flótta- manna, og skuldir sem eru að sliga heil samfélög, eru að hluta til afleiðingar af staðreyndum um landamæri og peninga: staðreyndum sem eru eins og þær eru vegna þess að fólk hugsar og talar með tilteknum hætti. Ég hef nú tilgreint ástæður til að fallast á verufræðilega hugsmíðahyggju um félagslegan veruleika. Ég hef einnig rökstutt að þessar ástæður séu óháðar frum- spekilegum kenningum eins og hughyggju og efnishyggju sem fjalla um eðli alls veruleika. Ég á enn eftir að útskýra hvers vegna ég er einnig fylgjandi þekkingar- fræðilegri hugsmíðahyggju. Kenningar, líkön, kort og lýsingar Hammersley, sem ég nefndi í inngangi þessarar greinar, segir í bók sinni um eigindlegar rannsóknaraðferðir að hugsmíðahyggja um þekkingu sé að hluta til sjálfsögð sannindi, því sérhver greinargerð fyrir veruleikanum sé búin til af fólki og styðjist við félagslegar hefðir. Hann rökstyður með sannfærandi hætti, eftir því sem ég best fæ séð, að þetta gefi ekkert tilefni til afstæðishyggju eða full- yrðinga um að tvær greinargerðir sem eru í mótsögn hvor við aðra geti báðar verið sannar.42 Maxwell, sem einnig kom við sögu í inngangi, heldur líka fram þekkingarfræðilegri hugsmíðahyggju og færir rök að því að hún útiloki ekki að þekking okkar sé hlutlæg. Um þetta segir hann meðal annars að við trúum því að jörðin hafi verið hnöttótt og snúist um sólina löngu áður en menn gerðu sér nokkra grein fyrir því. Hann nefnir líka að flest okkar trúi því að lofthiti á jörðinni sé að hækka og það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir mannkynið, og það eins þótt fólk neiti að trúa því. Það eru einfaldlega til hlutlæg sannindi um náttúruna og þessi sannindi velta á öðru en því hvað fólk hugsar og heldur. Maxwell bætir því svo við að þekking okkar á veröldinni sé aldrei fullkomin, vafalaus eða alger.43 42 Hammersley 2008. 43 Maxwell 2012: vii. Hugur 2018meðoverride.indd 46 24-Jul-18 12:21:23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.