Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 18
18 Miranda Fricker
valdi að gefa nemanda einkunn; en það vald hennar er beintengt því að fyrir sé
samstillt verkaskipting við fjölda annarra félagslegra aðila. Hún hefur það vald,
svo að segja, í krafti stöðu sinnar innan stærra nets valdatengsla. Nú er sjálf hug-
myndin um slíka samstillingu verka mjög almenn og varðar valdið sem þarf að
hafa til að koma einhverju til leiðar í félagsheiminum. Þannig veltur vald mitt til
þess að leysa út ávísun á samhæfðri verkaskiptingu minni og gjaldkera í banka og
fjölda annarra félagslegra aðila. Ætlun okkar er aftur á móti að setja fram hug-
mynd um eitthvað sem nefnist „félagslegt vald“ sem er að allra mati afmarkaðra
en hugmyndin ein um „félagshæfni“ (eins og þá sem felst í að leysa út ávísun).
En hvað er þá sérkennandi fyrir félagslegt vald? Venjan er að svara því til að
vald felist í því að fara gegn raunverulegum hagsmunum annarra.8 En það virðist
vera óþarflega þröng og neikvæð skilgreining á valdi, því margs konar valdbeiting
stríðir ekki gegn hagsmunum neins. Þegar háskólakennari gefur nemendum
einkunn stangast það ekki nauðsynlega á við hagsmuni þeirra. Svar Wartenbergs
við spurningunni er að það sem gerir getu kennarans til að gefa verkefni nemanda
ákveðna einkunn að dæmi um félagslegt vald sé að nemanda geti fundist það vera
„eins og hún stýri ákveðnum hlutum sem hún gæti annaðhvort haft þörf fyrir eða
hana gæti langað í“.9
Þessi framsetning hæfir mörgum einstaklingsbundnum valdatengslum en
ásetningur okkar er hér að tefla fram nothæfri kenningu um félagslegt vald sem er
nógu víð til þess að rúma ekki aðeins gerandatengda heldur einnig alfarið form-
gerðarbundna valdbeitingu, en hugmynd Wartenbergs um félagslega samstillingu
er ekki ætlað að gera það. Þó tel ég slíka hugmynd vera tiltæka og að þar gegni
hugmyndin um stýringu (e. control) lykilhlutverki. Það grunneinkenni félagslegs
valds sem skilningur Wartenbergs á félagslegri flokkun tjáir, er að tilgangurinn
með sérhverri beitingu félagslegs valds sé félagsleg stýring, hvort heldur tilteknir
aðilar stjórni því hvað aðrir aðilar geri eða athöfnum fólks sé stýrt með alfar-
ið formgerðarbundnum hætti. Þegar um gerandabundin valdatengsl er að ræða
stjórnar annar aðilinn athöfnum hins eða hinna aðilanna. Í alfarið formgerðar-
bundinni valdbeitingu, þar sem enginn fer beinlínis með valdið, er alltaf verið að
stýra athöfnum einhvers, svo sem utangarðshópsins í dæmi okkar hér að ofan
um óformlegt réttleysi eða „síbrotamannanna“ í riti Foucaults Surveiller et punir
(Vöktun og refsing). Í slíkum tilvikum er ávallt einhverjum hópi réttast lýst sem sé
honum stýrt enda þótt enginn tiltekinn gerandi búi að baki þeirri stýringu þar
eð alfarið formgerðarbundinni valdbeitingu er alltaf ætlað að skapa eða viðhalda
ákveðnu félagslegu skipulagi. Þegar „síbrotamaðurinn“ kom fram á sjónarsviðið
varð til viss viðfangsstaða sem hluti af inntaki sérhæfðrar fræðilegrar orðræðu; og
í hvert sinn sem einhver samfélagshópur verður réttlaus er hægt að fórna hags-
munum þess hóps á vettvangi stjórnmála.
þess, heldur eru þeir ávallt í þeirri stöðu að lúta þessu valdi um leið og þeir beita því“ (Foucault,
Power/Knowledge, 98).
8 Sjá Steven Lukes, Power: A Radical View (London: Macmillan, 1974).
9 Wartenberg, „Situated Social Power“, 89.
Hugur 2018meðoverride.indd 18 24-Jul-18 12:21:21