Hugur - 01.01.2018, Side 18

Hugur - 01.01.2018, Side 18
18 Miranda Fricker valdi að gefa nemanda einkunn; en það vald hennar er beintengt því að fyrir sé samstillt verkaskipting við fjölda annarra félagslegra aðila. Hún hefur það vald, svo að segja, í krafti stöðu sinnar innan stærra nets valdatengsla. Nú er sjálf hug- myndin um slíka samstillingu verka mjög almenn og varðar valdið sem þarf að hafa til að koma einhverju til leiðar í félagsheiminum. Þannig veltur vald mitt til þess að leysa út ávísun á samhæfðri verkaskiptingu minni og gjaldkera í banka og fjölda annarra félagslegra aðila. Ætlun okkar er aftur á móti að setja fram hug- mynd um eitthvað sem nefnist „félagslegt vald“ sem er að allra mati afmarkaðra en hugmyndin ein um „félagshæfni“ (eins og þá sem felst í að leysa út ávísun). En hvað er þá sérkennandi fyrir félagslegt vald? Venjan er að svara því til að vald felist í því að fara gegn raunverulegum hagsmunum annarra.8 En það virðist vera óþarflega þröng og neikvæð skilgreining á valdi, því margs konar valdbeiting stríðir ekki gegn hagsmunum neins. Þegar háskólakennari gefur nemendum einkunn stangast það ekki nauðsynlega á við hagsmuni þeirra. Svar Wartenbergs við spurningunni er að það sem gerir getu kennarans til að gefa verkefni nemanda ákveðna einkunn að dæmi um félagslegt vald sé að nemanda geti fundist það vera „eins og hún stýri ákveðnum hlutum sem hún gæti annaðhvort haft þörf fyrir eða hana gæti langað í“.9 Þessi framsetning hæfir mörgum einstaklingsbundnum valdatengslum en ásetningur okkar er hér að tefla fram nothæfri kenningu um félagslegt vald sem er nógu víð til þess að rúma ekki aðeins gerandatengda heldur einnig alfarið form- gerðarbundna valdbeitingu, en hugmynd Wartenbergs um félagslega samstillingu er ekki ætlað að gera það. Þó tel ég slíka hugmynd vera tiltæka og að þar gegni hugmyndin um stýringu (e. control) lykilhlutverki. Það grunneinkenni félagslegs valds sem skilningur Wartenbergs á félagslegri flokkun tjáir, er að tilgangurinn með sérhverri beitingu félagslegs valds sé félagsleg stýring, hvort heldur tilteknir aðilar stjórni því hvað aðrir aðilar geri eða athöfnum fólks sé stýrt með alfar- ið formgerðarbundnum hætti. Þegar um gerandabundin valdatengsl er að ræða stjórnar annar aðilinn athöfnum hins eða hinna aðilanna. Í alfarið formgerðar- bundinni valdbeitingu, þar sem enginn fer beinlínis með valdið, er alltaf verið að stýra athöfnum einhvers, svo sem utangarðshópsins í dæmi okkar hér að ofan um óformlegt réttleysi eða „síbrotamannanna“ í riti Foucaults Surveiller et punir (Vöktun og refsing). Í slíkum tilvikum er ávallt einhverjum hópi réttast lýst sem sé honum stýrt enda þótt enginn tiltekinn gerandi búi að baki þeirri stýringu þar eð alfarið formgerðarbundinni valdbeitingu er alltaf ætlað að skapa eða viðhalda ákveðnu félagslegu skipulagi. Þegar „síbrotamaðurinn“ kom fram á sjónarsviðið varð til viss viðfangsstaða sem hluti af inntaki sérhæfðrar fræðilegrar orðræðu; og í hvert sinn sem einhver samfélagshópur verður réttlaus er hægt að fórna hags- munum þess hóps á vettvangi stjórnmála. þess, heldur eru þeir ávallt í þeirri stöðu að lúta þessu valdi um leið og þeir beita því“ (Foucault, Power/Knowledge, 98). 8 Sjá Steven Lukes, Power: A Radical View (London: Macmillan, 1974). 9 Wartenberg, „Situated Social Power“, 89. Hugur 2018meðoverride.indd 18 24-Jul-18 12:21:21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.