Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 114
114 Sigurður Kristinsson
á og verðlauni skapgerðareinkenni, venjur og viðhorf sem eru andstæð venjulegu
siðferði. Þetta getur þýtt að dygðir stjórnmálamannsins – þeir eiginleikar á borð
við „ákveðni og festu“ sem gera hann að góðum stjórnmálamanni – séu lestir frá
sjónarhóli almenns siðferðis („ófyrirleitni og yfirgangur“). Þetta getur einnig þýtt
að hversdagslegar dygðir á borð við heiðarleika og sannsögli séu lestir frá sjón-
arhóli stjórnmála og teljist þar barnalegt óraunsæi sem hindrar árangur.
Siðvæðing stjórnmálanna
Af machiavellískri lýsingu Páls á raunveruleika stjórnmálanna er mögulegt að
draga a.m.k. tvær andstæðar ályktanir. Annars vegar mætti álykta að togstreita
stjórnmála og siðferðis sé á einhvern hátt nauðsynleg og liggi í hlutarins eðli.
Vegna þess að stjórnmál feli í sér valdabaráttu hljóti þau óhjákvæmilega að vera
iðkuð á þann ógeðfellda hátt sem lýst er og því sé bæði óraunhæft og óréttmætt
að meta gæði, árangur og frammistöðu stjórnmálanna út frá almennum siðferð-
isviðmiðum. Á hinn bóginn mætti álykta af hinni nöturlegu lýsingu á raun-
veruleika stjórnmálanna að við svo búið megi ekki standa og þess vegna ættum
við að breyta í grundvallaratriðum þeim venjum og viðhorfum til stjórnmála sem
viðhalda þessu óþolandi ástandi. Hvora ályktunina ættum við að draga?
Páll virðist draga síðari ályktunina óhikað. Þrátt fyrir að „allir viti“ að tillitssemi
komi manni ekki langt í stjórnmálum, þá sker hann upp herör gegn því uppgjaf-
arviðhorfi að þannig hljóti pólitíkin óhjákvæmilega að vera:
Ég hafna af dýpstu sannfæringu þessu ríkjandi viðhorfi. Ég hafna því
en viðurkenni um leið að það er brennimerki á skoðunum og umræðum
Íslendinga um íslensk stjórnmál. Þetta brennimerki vil ég að við sköfum
burtu.12
Páll segir það ríkjandi viðhorf að pólitíkin lúti ekki neins konar siðgæðislög-
málum. Almenningur geri ekki ráð fyrir að stjórnmálamenn „séu fyrst og síðast
að hugsa um siðferðisgildi á borð við sannleika, réttlæti, kærleika“13 heldur búist
hann einfaldlega við því að þeir ástundi blekkingar og kænskubrögð. Þessu vill
hann snúa við, en hvernig? Augljósa svarið gæti verið á þá leið að bæta þurfi
siðferði í stjórnmálum og því kemur nokkuð á óvart að þessu hafnar Páll. Að
hans mati er lausnin ekki siðvæðing stjórnmálanna heldur breyttur skilningur
almennings á því hvað stjórnmál séu:
Það þarf ekki að siðvæða stjórnmálin, það þarf ekki að hafna því að
stjórnmál snúist um völd. Það þarf eingöngu að hafna því algerlega að
stjórnmál séu ekkert annað en valdabarátta, ekkert annað en hrossakaup,
ekkert annað en valdastríð og valdaleikur tiltekins hóps manna sem hef-
12 Páll Skúlason 1987: 369.
13 Páll Skúlason 1987: 369.
Hugur 2018meðoverride.indd 114 24-Jul-18 12:21:27