Hugur - 01.01.2018, Side 114

Hugur - 01.01.2018, Side 114
114 Sigurður Kristinsson á og verðlauni skapgerðareinkenni, venjur og viðhorf sem eru andstæð venjulegu siðferði. Þetta getur þýtt að dygðir stjórnmálamannsins – þeir eiginleikar á borð við „ákveðni og festu“ sem gera hann að góðum stjórnmálamanni – séu lestir frá sjónarhóli almenns siðferðis („ófyrirleitni og yfirgangur“). Þetta getur einnig þýtt að hversdagslegar dygðir á borð við heiðarleika og sannsögli séu lestir frá sjón- arhóli stjórnmála og teljist þar barnalegt óraunsæi sem hindrar árangur. Siðvæðing stjórnmálanna Af machiavellískri lýsingu Páls á raunveruleika stjórnmálanna er mögulegt að draga a.m.k. tvær andstæðar ályktanir. Annars vegar mætti álykta að togstreita stjórnmála og siðferðis sé á einhvern hátt nauðsynleg og liggi í hlutarins eðli. Vegna þess að stjórnmál feli í sér valdabaráttu hljóti þau óhjákvæmilega að vera iðkuð á þann ógeðfellda hátt sem lýst er og því sé bæði óraunhæft og óréttmætt að meta gæði, árangur og frammistöðu stjórnmálanna út frá almennum siðferð- isviðmiðum. Á hinn bóginn mætti álykta af hinni nöturlegu lýsingu á raun- veruleika stjórnmálanna að við svo búið megi ekki standa og þess vegna ættum við að breyta í grundvallaratriðum þeim venjum og viðhorfum til stjórnmála sem viðhalda þessu óþolandi ástandi. Hvora ályktunina ættum við að draga? Páll virðist draga síðari ályktunina óhikað. Þrátt fyrir að „allir viti“ að tillitssemi komi manni ekki langt í stjórnmálum, þá sker hann upp herör gegn því uppgjaf- arviðhorfi að þannig hljóti pólitíkin óhjákvæmilega að vera: Ég hafna af dýpstu sannfæringu þessu ríkjandi viðhorfi. Ég hafna því en viðurkenni um leið að það er brennimerki á skoðunum og umræðum Íslendinga um íslensk stjórnmál. Þetta brennimerki vil ég að við sköfum burtu.12 Páll segir það ríkjandi viðhorf að pólitíkin lúti ekki neins konar siðgæðislög- málum. Almenningur geri ekki ráð fyrir að stjórnmálamenn „séu fyrst og síðast að hugsa um siðferðisgildi á borð við sannleika, réttlæti, kærleika“13 heldur búist hann einfaldlega við því að þeir ástundi blekkingar og kænskubrögð. Þessu vill hann snúa við, en hvernig? Augljósa svarið gæti verið á þá leið að bæta þurfi siðferði í stjórnmálum og því kemur nokkuð á óvart að þessu hafnar Páll. Að hans mati er lausnin ekki siðvæðing stjórnmálanna heldur breyttur skilningur almennings á því hvað stjórnmál séu: Það þarf ekki að siðvæða stjórnmálin, það þarf ekki að hafna því að stjórnmál snúist um völd. Það þarf eingöngu að hafna því algerlega að stjórnmál séu ekkert annað en valdabarátta, ekkert annað en hrossakaup, ekkert annað en valdastríð og valdaleikur tiltekins hóps manna sem hef- 12 Páll Skúlason 1987: 369. 13 Páll Skúlason 1987: 369. Hugur 2018meðoverride.indd 114 24-Jul-18 12:21:27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.