Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 52

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 52
Hugur | 29. ár, 2018 | s. 52–61 Svavar Hrafn Svavarsson Sextos Empeirikos og pyrrhonsk efahyggja Um Sextos Empeirikos er flest á huldu. Það er við hæfi, enda er hann að líkindum einn merkasti og róttækasti efahyggjumaður vestrænnar heimspeki. Þó má ráða af heimildum að hann hafi verið að störfum – að öllum líkindum læknisstörf- um – undir lok 2. aldar e.Kr.1 Hann safnaði saman „öllum helztu rökum allra þess ara vefengjenda“, eins og Ágúst H. Bjarnason komst að orði í Yfirliti yfir sögu mannsandans.2 Ágúst nefndi heimspekina efagirni og efaspeki, en bætti við þessum dómi um vegferð heimspekinganna á þessum tíma: „En þá var trúgirnin og sú til hneiging manna löngu orðin ofan á, að sökkva sér á hækjum óljósra til- finninga og hálfrakinna hugsana niður í leyndardóma náttúrunnar og koma svo aftur upp úr kafinu með svonefndar „guðlegar opinberanir“. Og þá var trúspekin sezt í öndvegið.“3 Fátt hefur verið sagt um Sextos á íslensku. Eftirfarandi ritgerð er ætlað að bæta úr því ástandi.4 Það er erfitt að henda reiður á heimspeki þeirra sem búa að eigin sögn ekki yfir þekkingu af nokkru tagi. Það er enn erfiðara þegar þeir segjast ekki einu sinni hafa skoðun á nokkrum hlut. Þannig var sú pyrrhonska efahyggja sem Sextos reyndi að útskýra í verkum sínum.5 Hann heldur engu fram, í þeim skilningi að hann hefur engar skoðanir. Hins vegar leyfist honum að skýra frá reynslu sinni, upplýsa 1 Sjá House 1980. 2 Ágúst H. Bjarnason 1910: 372. 3 Verk Ágústs var endurskoðað um miðbik aldarinnar og nefndist þá Saga mannsandans. Hér fer hann í hliðstæðum kafla ögn mildari höndum um kennimennina sem sigldu í kjölfarið: „En trúspekinni og trúarvinglinu óx því meir fiskur um hrygg sem lengra leið, og má segja, að hún næði hámarki sínu um miðja 3. öld e.Kr.“ (Ágúst H. Bjarnason 1950: 314). 4 Sú túlkun á heimspeki Sextosar sem hér er reidd fram er ekki óumdeild og kennir nýrra grasa. Greinin byggir á knappri framsetningu túlkunarinnar sem birtist í Svavar Hrafn Svavarsson 2018. 5 Varðveitt verk Sextosar eru Höfuðdrættir pyrrhonismans (venjulegast skammstafað PH, gr. Pyrr- honeioi hypotypōseis), í þremur bókum, og Gegn kennimönnum (venjulegast skammstafað M eða AM, lat. Adversus Mathemathicos), í ellefu bókum. Síðara verkið samanstendur af tveimur ólíkum verkum: annars vegar gagnrýni á rökfræðinga, eðlisfræðinga og siðfræðinga (bækur 6–11), hins vegar af tilteknum kunnáttugreinum (bækur 1–5). Framvegis verður vísað til Höfuðdráttanna með PH, en til verksins Gegn kennimönnum með M. Fyrsta bók Höfuðdráttanna er almennur inn- gangur að pyrrhonskri efahyggju. Um útgáfur, skýringar og þýðingar, sjá Svavar Hrafn Svavarsson 2014a: 593–595, en Sextus Empiricus 2000 hefur að geyma nýlega enska þýðingu á Höfuðdráttun- Hugur 2018meðoverride.indd 52 24-Jul-18 12:21:23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.