Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 77

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 77
 Hin póetíska rökræðusiðfræði 77 síst í alhæfingargildi siðaboða. Siðaboð sem stenst alhæfingarprófið telst skyn- samlegt, skynsemin og gæskan eiga samleið. Ögn um sýn Habermas á listir og bókmenntir Ekki er óalgengt að telja að fegurðin eigi samleið með skynseminni og gæskunni en Habermas er ekki að öllu leyti sammála. Estetísk gildi og listir geti vissulega haft snert af skynsamleik, rökræður hafa vissu hlutverki að gegna þegar listmat er annars vegar.42 En estetísk gildi geta ekki verið algild, gagnstætt siðaboðum, þess vegna er skynsamleiki þeirra takmarkaður. Habermas tengir listir og listgildi við notkun þeirra málgjörða sem hann nefnir „tjáhæfur“ (þ. expressive Sprechakte). Að æpa „mér er illt!“ til að tjá sársauka er að fremja tjáhæfu. Slík upphrópun er ekki staðhæfing um eitt eða neitt, þótt málgjörðin hafi staðhæfingarhlið. Við- komandi hefði fullt eins getað orgað „æ!“ og slíkt org getur hvorki verið satt né ósatt. Tjáhæfur eru í reynd jafngildi slíkra orga og upphrópana. Þess vegna hafa tjáhæfur ekkert sanngildi.43 En menn geta ýmist framið þær af einlægni eða bara þóst vera einlægir. Í tjáhæfum er því heilindakrafan í fyrirrúmi.44 Þessi krafa er ekki innleysanleg í meginrökræðu vegna þess að við getum aldrei verið viss um hvort menn séu einlægir eða látist bara vera það. Þær kröfur einar sem innleys- anlegar eru í meginrökræðu geta haft algildi. Framan af lagði Habermas áherslu á tengsl lista við heilindakröfuna.45 Hann talaði eins og oft sé vit í því að meta hvort listamaður sé einlægur í tjáningu sinni. En hann lagði þó meiri áherslu á mikilvægi þess að meta hvort listaverkið geti talist „átentískt“ í merkingunni ekta, upprunalegt, ekki stæling, ekki yfirborðslegt. Um leið sagði hann að matsyrðingar um listaverk yrðu ekki smættaðar í yrðingar um heilindi listamannsins. Í mats- yrðingum eru settir fram dómar um það hvort listaverkið myndi velheppnaða heild.46 Einnig eru í þeim settir fram dómar um hvort það sýni staðla fyrir gildis- mat sem við hæfi er.47 Meinið er að Habermas útskýrir ekki vel hvað hann á við með „gildismat sem við hæfi er“.48 Reynum að skýra kenningu hans með dæmi: Málarinn Piet Mondrian taldi að málverk ættu að vera öldungis sjálfstæð, ótengd veruleikanum (köllum þetta „sjálfstæðisstaðalinn“). Málverk hans sýna staðalinn með því að vera algerlega abstrakt. Nú kemur til sögunnar listunnandi sem segist skynja málverk Mondrians með nýjum hætti í ljósi sjálfstæðisstaðalsins. Samtímis auki skynjunin skilning hans á sjálfstæðisstaðlinum og eigi þátt í að færa honum heim sanninn um að staðallinn sé við hæfi.49 42 Habermas 1981: 339. 43 Þessi greining er innblásin af Wittgenstein 1958: 89 (§244) og víðar. 44 Habermas 1981: 414 og víðar. 45 Habermas 1982: 315 (neðanmálsgrein 80). 46 Habermas 1981: 45. 47 Habermas 1985a: 366. Í síðari ritum greinir hann mun skarplegar en áður milli heilindakröfunnar og matsyrðinga. Habermas 1985a: 366 (neðanmálsgrein 18). 48 Hann skrifar lítið um listspeki og fagurfræði og skrif hans um þau efni eru skissukennd. Sjá nánar Stefán Snævarr 2005: 5–26. 49 Stefán Snævarr 2005: 15. Hugur 2018meðoverride.indd 77 24-Jul-18 12:21:24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.