Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 62

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 62
Hugur | 29. ár, 2018 | s. 62–86 Stefán Snævarr Hin póetíska rökræðusiðfræði1 Einhverju sinni söng Megas trúbadúr um mannúðarmálfræði.2 Ekki var þess getið hvers eðlis þessi fræði væru. En svo vill til að heitið mannúðarmálfræði á ágætlega við kenningar þýsku heimspekinganna Karls-Ottos Apel og Jürgens Habermas.3 Að þeirra hyggju má finna frjóanga mannúðar í boðskiptum manna en boðskiptin telja þeir burðarás tungunnar. Þessi mannúð málsins birtist helst í því sem þeir telja vera hinn siðferðilega eða siðtengda þátt boðskipta. Kenning þeirra um þennan þátt kallast „rökræðusiðfræði“ eða „boðskiptasiðfræði“, jafnvel „samræðusiðfræði“. Kenningin er hvort tveggja siðspekileg (e. meta-ethical) og siðferðilega boðandi, er í senn lýsing á meintum grundvelli siðferðisins og ákall um að hlýða tilteknum siðaboðum. Ég mun verja meginhluta þessarar greinar í að útlista, endurgera og gagnrýna þessa speki. En fyrst hyggst ég kynna stuttlega skyldusiðfræði Kants, einkamáls- rök Wittgensteins og málgjörðarspekina (e. speech act theory). Enda má segja að rökræðusiðfræðin sé að nokkru marki sambræðsla þessara þriggja kenninga. Þá sný ég mér að kenningum Apels og Habermas um boðskipti og siðgildi þeirra, ásamt stuttri kynningu á intersúbjektífisma (samhuglægnishyggju) í fræðum þeirra félaga.4 Næst á dagskrá er rökræðusiðfræðin sjálf með nokkuð mikilli áherslu á útgáfu Apels af henni.5 Við munum sjá hinn mikla kantverska þátt í rökræðusiðfræðinni sem þó er takmarkaður af leikslokaþætti. Rétt eins og sið- fræði Kants einkennist rökræðusiðfræðin af gallharðri skynsemishyggju um sið- ferði. En hún setur hið samhuglæga í brennidepil, ekki hið huglæga eins og Kant gerði. Boðskipti og samræður koma í stað íhugunar hins einangraða einstaklings í 1 Stefáni Erlendssyni, ritrýni og ritstjóra Hugar eru þakkaðar gagnlegar ábendingar. 2 Textann má lesa í Megas 2012: 133–134. 3 Ég kynnti hugmyndina um mannúðarmálfræðina fyrst í grein sem ég skrifaði fyrir margt löngu. Stefán 2004: 75–86. 4 Ég nota alþjóðaorðin „intersúbjektífismi“ og „intersúbjektífistar“ fremur en hin óþjálu íslensku orð „samhuglægnishyggja“ og „samhuglægnissinnar“. 5 Apel er upphafsmaður rökræðusiðfræðinnar en oft er talað eins og hún sé sköpunarverk Ha- bermas. T.d. nefnir Vilhjálmur Árnason ekki Apel í kynningu sinni á rökræðusiðfræðinni og leggur litla áherslu á málspekigrunn hennar (Vilhjálmur Árnason 2008: 329–373). Úr því verður reynt að bæta í þessari grein. Um leið skal mælt með kynningu Vilhjálms á rökræðusiðfræði Habermas (Vilhjálmur Árnason 2008: 329–373). Hugur 2018meðoverride.indd 62 24-Jul-18 12:21:24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.