Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 76

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 76
76 Stefán Snævarr En hversu siðtengd sem boðorðin kunna að vera, þá eru þau ekki beinlínis siðaboð. Þau hafa svipaða stöðu og hið skilyrðislausa skylduboð Kants, þau greina hafrana frá sauðunum, tæk siðaboð frá ótækum siðaboðum. Ekkert siðaboð getur staðið undir nafni ef það er beinlínis í mótsögn við boðorð a–d og 1–4. Þannig er „siðaboðið“ „bönnum rökræður“ í mótsögn við þessi boðorð og því ótækt. Víkjum aftur að Habermas. Hann telur að tvö skilyrðislaus boðorð myndi grundvöll siðferðisins, meginrökræðu-boðorðið (M) og alhæfingar-boðorðið (A). Hið fyrrnefnda boðorð er á þessa leið: Siðaboð getur einvörðungu talist réttmætt ef allir hlutaðeigandi geta sammælst um það í frjálsri og óþvingaðri, siðferði- legri meginrökræðu.38 Alhæfingar-boðorðið varðar þau áhrif og aukaverkanir sem hljótast af því að tilteknu siðaboði sé almennt fylgt. Siðaboðið getur ekki talist réttmætt nema hlutaðeigandi sætti sig við þessi áhrif af fúsum og frjáls- um vilja. Um er að ræða þau áhrif og aukaverkanir sem siðaboðið getur haft á möguleika manna á að fullnægja þörfum sínum.39 Hvaða áhrif og aukaverkanir hefur til dæmis siðaboðið um að fóstureyðingar eigi að vera frjálsar? Hverjir eru hlutaðeigandi? Af þessu má sjá að það er ákveðinn leikslokaþáttur í rökræðusiðfræðinni, þarfa- fullnæging leikur mikilvægt hlutverk. Enda segir Apel beinum orðum að ekki sé rétt að kalla rökræðusiðfræðina „hreinræktaða skyldufræði“, afleiðingar þess að fylgja siðaboðum skipti miklu.40 Habermas er ekki svo skyni skroppinn að halda að hlaupið sé að því að fylgja bæði (M) og (A). (M) og (A) hafa að forsendu meginrökræðu þar sem allir sem málið snertir hafa aðgang að öllum upplýsingum sem máli skipta, í stuttu máli: (M) og (A) krefjast eins góðra skilyrða fyrir rökræðu og mögulegt er. Eins og áður segir eru litlar líkur á að meginrökræða fullnægi bestu mögulegu skilyrðum. Ég sé ekki annað en þetta þýði að við getum aldrei verið fyllilega viss um hvort þau siðaboð sem við teljum réttmæt séu það í raun og veru. Ekki bætir úr skák að erfitt er að samhæfa hagsmuni allra sem boðorðin snerta. Staðhæfingar um að tiltekin boðorð séu réttmæt hljóta því að teljast fallvaltar. Eins og tæpt hefur verið á telur Habermas að skynsamleiki (e. rationality) staðhæfinga og annarra yrðinga sé fólginn í fallvelti og rökstyðjanleika: „Yrðing fullnægir skilyrðum skynsamleikans ef og að svo miklu leyti sem hún hefur fall- valta þekkingu að inntaki …“41 Rökstyðja má staðhæfinguna „tunglið er í 300.000 kílómetra fjarlægð frá jörðinni“ með tilvísun til vísindalegra athugana. Hún gæti líka verið röng, þess vegna má telja hana skynsamlega. Svipað gildir um staðhæf- ingar um réttmæti boðorða, þær geta verið bæði rökstyðjanlegar og fallvaltar og því skynsamlegar. Um leið hefur siðferðið sinn eigin skynsamleika sem felst ekki til að endurgera hugboð (þ. Intuitionen) og engin ástæða sé til að ætla annað en að þær tilraunir séu fallvaltar. Habermas 1983: 106–107. 38 Habermas 1983: 76. Athugið sáttaþáttinn í þessari speki. 39 Habermas 1983: 97–104. 40 Apel 1986: 6. 41 „Eine Äußerung erfüllt die Voraussetzungen für Rationalität, wenn und soweit sie fehlbares Wis s en verkörpert …“ Habermas 1981: 27. Hugur 2018meðoverride.indd 76 24-Jul-18 12:21:24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.