Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 119
Eru stjórnmál í eðli sínu ósiðleg? 119
vandinn stafar af, heldur einnig og e.t.v. miklu frekar hugmyndin um einangrun
stjórnmála frá öðrum starfssviðum. Í erindi Páls er ekki útlistað nánar í hverju sú
einangrun liggi. Hins vegar er freistandi að fylla þannig í þá eyðu að einangrun
stjórnmálanna birtist í því að um þau gildi alveg sérstök viðmið og mælikvarðar
þegar kemur að mati á því hvers konar breytni, viðhorf og skapgerðareinkenni
séu æskileg og til eftirbreytni. Samkvæmt þessari túlkun snýst einangrunin ekki
um skort á upplýsingum um eða aðgengi að heimi stjórnmálanna, heldur um
aðskilnað gildismats í stjórnmálum frá gildismati á öðrum sviðum mannlífsins.
Einangrunin felist í því að um stjórnmálin gildi að vísu einhvers konar leikreglur,
en þær séu líkt og lokaður heimur án tengingar við alla gildisdóma utan leiksins.
Ef almenningur lítur svo á að stjórnmálin séu lokaður heimur í þessum skiln-
ingi, er ekki mikil von til þess að hann krefji þau um frammistöðu á grundvelli
annarra gilda en hinna einangruðu leikreglna stjórnmálanna sjálfra. Í erindi sínu
dregur Páll upp þá mynd að almenningur fylgist með stjórnmálum eins og hverri
annarri afþreyingu, líkt og óvirkir áhorfendur að leikriti sem birtist á sjónarsviði
fjölmiðlanna. Stjórnmálabaráttan sjálf eigi sér stað baksviðs en hún snúist að
miklu leyti um að stjórnmálamenn keppist við að tryggja ímynd sína í augum al-
mennings. Stjórnmálamenn verði þannig að leikbrúðum almennings. „Og á milli
leikbrúðanna skapast ákveðin samkennd. Þær eru allar í sömu stöðu, mér liggur
við að segja varnarstöðu gagnvart þjóðinni, fólkinu sem þeim er ætlað að þjóna,
en ekki skemmta.“22
Ímynd stjórnmála sem sviðslista og stjórnmálamanna sem nokkurs konar
skemmtikrafta eða trúða endurómaði áratugum síðar í orðum Francis Under-
wood, erkitýpu hins machiavellíska stjórnmálamanns í bandarísku sjónvarpsþátt-
unum Spilaborg. Underwood er að undirbúa leikfléttu sem felur í sér óvænt útspil
á landsfundi flokksins í kastljósi fjölmiðlanna og er þá látinn segja eitthvað í þessa
veru: „Politics is no longer just theater, it’s show business. So let’s give them a hell
of a show!“23
Þrátt fyrir sameiginlega vísun í sviðslistir er blæbrigðamunur á persónunni
Francis Underwood og leikbrúðum Páls. Underwood er ófyrirleitinn og valda-
sjúkur, öfugt við úthugsuðu, landsföðurlegu ímyndina sem hann snýr að almenn-
ingi. Hann nærist á klækjum stjórnmálanna og þeim sigrum sem þar vinnast.
Áhorfandinn kann að halda með honum sem aðalpersónu, a.m.k. öðrum þræði,
en engum fær dulist að hann er andstyggilegur skúrkur sem í raun og veru á
ekkert gott skilið. Leikbrúður Páls eru á hinn bóginn ekkert annað en brjóstum-
kennanlegar. Þær eru staddar á leiksviði fáránleikans og reyna þar að bjarga eigin
skinni með því að reyna að koma sem skást út í augum kjósenda, en allt er þetta
tilstand grátbroslegt, sjálfhverft og afar fjarlægt þeim samfélagslega tilgangi sem
við ímyndum okkur gjarnan að stjórnmál geti þjónað.
Í báðum tilvikum er það þó höfuðeinkenni stjórnmálamannsins að hann er
22 Páll Skúlason 1987: 371. Samlíking stjórnmála og sviðslista er þekkt stef í umræðu um siðferði í
stjórnmálum. Sjá til dæmis Markovits 2008: 174–190, Runciman 2008: 36–41, Jones 2016: 496 og
Tillyris 2018: 123.
23 Willimon 2013–2017.
Hugur 2018meðoverride.indd 119 24-Jul-18 12:21:27