Hugur - 01.01.2018, Side 119

Hugur - 01.01.2018, Side 119
 Eru stjórnmál í eðli sínu ósiðleg? 119 vandinn stafar af, heldur einnig og e.t.v. miklu frekar hugmyndin um einangrun stjórnmála frá öðrum starfssviðum. Í erindi Páls er ekki útlistað nánar í hverju sú einangrun liggi. Hins vegar er freistandi að fylla þannig í þá eyðu að einangrun stjórnmálanna birtist í því að um þau gildi alveg sérstök viðmið og mælikvarðar þegar kemur að mati á því hvers konar breytni, viðhorf og skapgerðareinkenni séu æskileg og til eftirbreytni. Samkvæmt þessari túlkun snýst einangrunin ekki um skort á upplýsingum um eða aðgengi að heimi stjórnmálanna, heldur um aðskilnað gildismats í stjórnmálum frá gildismati á öðrum sviðum mannlífsins. Einangrunin felist í því að um stjórnmálin gildi að vísu einhvers konar leikreglur, en þær séu líkt og lokaður heimur án tengingar við alla gildisdóma utan leiksins. Ef almenningur lítur svo á að stjórnmálin séu lokaður heimur í þessum skiln- ingi, er ekki mikil von til þess að hann krefji þau um frammistöðu á grundvelli annarra gilda en hinna einangruðu leikreglna stjórnmálanna sjálfra. Í erindi sínu dregur Páll upp þá mynd að almenningur fylgist með stjórnmálum eins og hverri annarri afþreyingu, líkt og óvirkir áhorfendur að leikriti sem birtist á sjónarsviði fjölmiðlanna. Stjórnmálabaráttan sjálf eigi sér stað baksviðs en hún snúist að miklu leyti um að stjórnmálamenn keppist við að tryggja ímynd sína í augum al- mennings. Stjórnmálamenn verði þannig að leikbrúðum almennings. „Og á milli leikbrúðanna skapast ákveðin samkennd. Þær eru allar í sömu stöðu, mér liggur við að segja varnarstöðu gagnvart þjóðinni, fólkinu sem þeim er ætlað að þjóna, en ekki skemmta.“22 Ímynd stjórnmála sem sviðslista og stjórnmálamanna sem nokkurs konar skemmtikrafta eða trúða endurómaði áratugum síðar í orðum Francis Under- wood, erkitýpu hins machiavellíska stjórnmálamanns í bandarísku sjónvarpsþátt- unum Spilaborg. Underwood er að undirbúa leikfléttu sem felur í sér óvænt útspil á landsfundi flokksins í kastljósi fjölmiðlanna og er þá látinn segja eitthvað í þessa veru: „Politics is no longer just theater, it’s show business. So let’s give them a hell of a show!“23 Þrátt fyrir sameiginlega vísun í sviðslistir er blæbrigðamunur á persónunni Francis Underwood og leikbrúðum Páls. Underwood er ófyrirleitinn og valda- sjúkur, öfugt við úthugsuðu, landsföðurlegu ímyndina sem hann snýr að almenn- ingi. Hann nærist á klækjum stjórnmálanna og þeim sigrum sem þar vinnast. Áhorfandinn kann að halda með honum sem aðalpersónu, a.m.k. öðrum þræði, en engum fær dulist að hann er andstyggilegur skúrkur sem í raun og veru á ekkert gott skilið. Leikbrúður Páls eru á hinn bóginn ekkert annað en brjóstum- kennanlegar. Þær eru staddar á leiksviði fáránleikans og reyna þar að bjarga eigin skinni með því að reyna að koma sem skást út í augum kjósenda, en allt er þetta tilstand grátbroslegt, sjálfhverft og afar fjarlægt þeim samfélagslega tilgangi sem við ímyndum okkur gjarnan að stjórnmál geti þjónað. Í báðum tilvikum er það þó höfuðeinkenni stjórnmálamannsins að hann er 22 Páll Skúlason 1987: 371. Samlíking stjórnmála og sviðslista er þekkt stef í umræðu um siðferði í stjórnmálum. Sjá til dæmis Markovits 2008: 174–190, Runciman 2008: 36–41, Jones 2016: 496 og Tillyris 2018: 123. 23 Willimon 2013–2017. Hugur 2018meðoverride.indd 119 24-Jul-18 12:21:27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.