Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 19

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 19
 Vitnisburðarranglæti 19 Ef við tökum þetta allt saman, legg ég til eftirfarandi bráðabirgðaskilgreiningu á félagslegu valdi: Verkleg og staðbundin félagshæfni til að stýra athöfnum annarra sem annaðhvort tilteknir félagslegir gerendur geta beitt (með virkum eða óvirkum hætti) eða virkni hennar er alfarið formgerðarbundin. Enda þótt okkur sé tamt að nota hugtakið félagslegt vald til að andæfa ein- hverju – yfirleitt tölum við aðeins um vald þegar við gagnrýnum það – er þessi tillaga að skilgreiningu til marks um að sjálf hugmyndin um félagslegt vald sé í raun hlutlausari en svo, enda þótt hún sé aldrei eins hlutlaus og hugmyndin um félagshæfni ein og sér. Því er rétt að útiloka ekki að valdbeiting valdi engum skaða. Á hinn bóginn tryggir lykilstaða stýringarhugtaksins í þessari skilgrein- ingu að það getur orðið grundvöllur gagnrýni: Hvar sem valdi er beitt ættum við að spyrja hver eða hvað stjórni hverjum og hvers vegna. Ímyndarvald Fram að þessu höfum við skoðað félagslega samstillingu einungis sem verklega samstillingu þar eð hún snýst þá aðeins um að stilla saman strengi ólíkra athafna. Þó er a.m.k. ein birtingarmynd félagslegs valds sem krefst ekki aðeins félagslegr- ar samstillingar heldur einnig samstillingar hins félagslega ímyndunarafls. Ýmiss konar valdbeiting byggist á því að gerendur hafi sameiginlegar hugmyndir um félagslega ímynd (e. social identity) eða stöðu – hugmyndir sem lifa í sameig- inlegu félagslegu ímyndunarafli og ráða því t.a.m. hvað það þýðir að vera kona eða karl, sam- eða gagnkynhneigður, ungur eða gamall o.s.frv. Í hvert sinn sem valdbeiting hvílir að verulegu leyti á slíkum sameiginlegum ímyndunum um fé- lagslega ímynd eða stöðu er ímyndarvald (e. identity power) að verki. Kyngervi er eitt svið ímyndarvalds og, eins og gildir almennt um félagslegt vald, er hægt að beita því valdi með virkum eða óvirkum hætti. Ímyndarvaldi um kyngervi er t.d. beitt þegar karl notar (jafnvel ómeðvitað) karlímynd sína til þess að hafa áhrif á breytni konu, s.s. til að fá hana til þess að fallast á skoðanir hans. Til dæmis gæti hann sýnt henni velviljað yfirlæti og komist upp með það vegna þess eins að hann er nú einu sinni karl og hún kona: „Marge, eitt er kvenlegt innsæi, annað eru staðreyndir“, eins og Greenleaf segir við Marge í The Talented Mr Ripley.10 Hann bælir niður grunsemdir hennar um að Ripley sé morðingi með því að beita því ímyndarvaldi sem hann sem karl hefur óhjákvæmilega yfir henni sem konu. Svo óskammfeilin beiting ímyndarvalds sem þessi þarf þó ekki að vera vísvitandi – sagan gerist á sjötta áratugnum og Greenleaf beitir hugvitssemi sinni til þess að reyna að sannfæra Marge um að líta á aðstæður frá því sem hann álítur vera hlut- lægari sjónarhól, enda þótt hann geri sér réttilega ljóst að þær valdi henni mikilli tilfinningalegri spennu. Honum er e.t.v. óljóst að hann nýtir sér kyngervi til þess 10 Minghella, The Talented Mr Ripley, 130. Hugur 2018meðoverride.indd 19 24-Jul-18 12:21:21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.