Hugur - 01.01.2018, Síða 45

Hugur - 01.01.2018, Síða 45
 Til varnar hugsmíðahyggju 45 getum flokkað fólk á ótal vegu, til dæmis eftir blóðflokkum, tungumálum sem það talar, upprunalandi, húðlit, skeggvexti, skóstærð eða því hvort það hefur y-litning. Slík flokkun getur stuðst við hlutlægar staðreyndir. En séu nokkur kennimörk valin til að skipta mannkyni í tvennt, til dæmis í „hvítt“ fólk og „litað“, þá eru dregin „landamæri“ sem eru jafn háð huglægri afstöðu og hver önnur hreppa- mörk. Það er kunnara en frá þurfi að segja að „landamæri“ af því tagi eru oft notuð til að breiða yfir og reyna að réttlæta ýmiss konar ósanngirni. Þau Hacking og Haslanger benda bæði á að fjölmörg félagsleg fyrirbæri séu augljóslega hugsmíð í þeim skilningi að þau séu sprottin upp af einhverju sem fólk hefur sagt eða gert og hefði getað verið öðruvísi. Fáir hugsmíðahyggjumenn hirða þó um að lýsa fyrirbærum sem félagslegri smíð, nema einhverjir álíti, ranglega, að þau séu óhjákvæmileg og óháð talsmáta okkar og þankagangi. Af þessum sökum finnum við ekki margar bækur þar sem lesendur eru upplýstir um að gjaldmiðlar heimsins eða breska krúnan séu félagslegar hugsmíðar. Þetta er of óumdeilanlegt til að orðum sé á eyðandi.39 Þegar rætt er um eitthvað sem félagslega hugsmíð er það, samkvæmt því sem Hacking segir, oftast gert til þess að sýna fram á að það sé ekki jafn óhjákvæmilegt og talið er – og í meira mæli en fólk heldur háð hugsun okkar, talsmáta og samfélagsháttum. Meðal þess sem talsmenn hugsmíðahyggju hafa gjarnan að skotspæni eru flokkar fyrirbæra sem Hacking kallar gagnvirkar tegundir (e. interactive kinds).40 Hugtakið glæpamaður er dæmi um hugtak yfir gagnvirka tegund, því þegar hugtakið er látið ná yfir hóp af fólki, breytist hugsun þess og hegðun. Beiting hugtaksins breytir þannig þeim félagslega veruleika sem um er fjallað. Um þetta eru ótal dæmi, í öllum álfum heims, þar sem tilveru fólks hefur verið umturnað með því að glæpavæða alls konar athæfi frá fóstureyðingum til notkunar kannabisefna. Þekking okkar á fyrirbærum, sem eru félagslegar hugsmíðar, hefur stundum áhrif á fyrirbærin sjálf. Hún getur breytt huglægri afstöðu fólks og þar með þeim veruleika sem er til í krafti huglægrar afstöðu. Upplýsingar geta líka á ýmsan ann- an hátt breytt þeim veruleika sem þær fjalla um. Ef maður skrifar dagbók fer hann kannski að vanda betur daglega breytni vegna skrifa sinna. Ritun ævisögunnar breytir þá þeirri ævi sem um er fjallað. Í slíkum tilvikum er kannski freistandi að segja, eins og Kvale og Brinkmann, að sannleikurinn sé skapaður fremur en fundinn.41 En auðvitað er ekki þar með sagt að hvaðeina sem mönnum dettur í hug að skrifa í dagbók sé satt í krafti þess eins að vera skrifað. Berger og Luckmann héldu ekki fram frumspekilegri hugsmíðahyggju um allan veruleika eins og ýmsar nýlegar kennslubækur um eigindlegar aðferðir gera. Félagsvísindamenn, sem tóku við keflinu eftir að bók þeirra kom út árið 1966, gerðu það ekki heldur, enda er hugsmíðahyggja um veruleikann sem heild, bæði náttúru og samfélag, ákaflega ótrúleg kenning. Mér virðist hún líka til marks um óttalegt ábyrgðarleysi. Ef fólk heldur að allur veruleikinn sé aðeins til sem hugsmíð okkar mannanna, hlýtur það þá ekki að halda að áhrif mengunar eða 39 Hacking 1999: 12. 40 Hacking 1999: 103–109. 41 Kvale og Brinkmann 2009: 63. Hugur 2018meðoverride.indd 45 24-Jul-18 12:21:23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.