Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 105

Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 105
 Dýrin, skynsemin og hið samúðarfulla ímyndunarafl 105 hugsa um samband manna og dýra – hvað hefur hún þá fram að færa í staðinn? Eitt svar við þessari spurningu væri að benda á það sem áður hefur komið fram um lýsingu Costello á sjálfri sér sem særðu dýri: Hún hefur ekkert að bjóða annað en „eigið sár“ andspænis því sem menn gera dýrunum. Þannig virðist að minnsta kosti hún sjálf líta á málið: „Ég er ekki heimspekingur sem fæst við hugspeki, heldur dýr sem sýnir, en sýnir þó ekki, samkomu fræðimanna sár sem ég breiði yfir með klæðum mínum en snerti með hverju orði sem ég mæli.“53 En hvað þýðir þetta og hvaða ljósi á það að geta varpað á samband manna og dýra? Ganga fyrirlestrar Costello út á það eitt að gömul kona úthelli yfir samkomu mennta- manna tilfinningasemi sinni og sárindum, „heift, fjandskap, biturð“, vegna illrar meðhöndlunar dýra?54 Hefur tengdadóttir hennar, Norma, rétt fyrir sér þegar hún sakar Costello um að hafa skoðanir sem byggist á vanþroska og ofurvið- kvæmni og að „vilja breyta eigin tískusérvisku í almenna bannhelgi“?55 Vandinn við þennan skilning á sögunni er eins og áður sagði sá að hann tekur aðalpersónuna, og um leið sögu Coetzees, ekki alvarlega. Eins og Diamond bend- ir á býður saga Coetzees okkur að taka mark á orðum aðalpersónunnar um sjálfa sig; hún býður okkur í raun að setja okkur í spor þess dýrs sem er í þungamiðju sögunnar, sjá heiminn um stund frá sjónarhorni þess. Það er þó alls ekki víst að við viljum eða séum fær um að taka þessari áskorun: Líf þessa talandi, særða, klædda dýrs er eitt þeirra „dýralífa“ sem sagan fjallar um; ef það er sannleikanum samkvæmt að við séum almennt ómeðvituð um líf annarra dýra, þá er líka satt að sem lesendur þessarar sögu getum við verið ómeðvituð, líkt og áheyrendur Costello, um líf þess talandi dýrs sem er í brennidepli frásagnarinnar.56 Frá þessu sjónarmiði er saga Coetzees ekki bara siðfræðileg rökræða um með- ferð (annarra) dýra. Hún er ekki síður hugleiðing um líf þeirra talandi dýra sem við erum, tilraun til að upplýsa hvað það þýðir að vera af þeirri undarlegu dýra- tegund sem við nefnum Homo sapiens. Höfundurinn setur þá meðhöndlun á dýr- unum sem nú tíðkast í samhengi við blindu og skilningsleysi andspænis þeirri persónu sögunnar sem segist vera sært, talandi, klætt dýr. Það er að minnsta kosti tvennt sem vert er að hafa í huga í þessu sambandi. Annað er það, eins og vikið var að hér að framan, að líkaminn, líkamslífið og mannleg firring frá líkamanum fær mikið vægi í The Lives of Animals. Frá fyrstu til síðustu efnisgreinar bókarinnar er líkaminn í aðalhlutverki. Þetta er meðal annars undirstrikað með lýsingum á líkamlegu ástandi og ásýnd Costello. Í fyrstu efnisgrein sögunnar er okkur til dæmis sagt að hún sé hvíthærð, „lotin í herðum … skvapholda“, og í lokaefnis- greininni er sonurinn sagður finna lyktina af „gömlu holdi“ hennar. Þessi áhersla á líkamleika aðalpersónunnar er í fullkomnum samhljómi við þann boðskap sem 53 Coetzee 2001: 26. 54 Sama rit: 67. 55 Sama rit: 67. 56 Diamond 2003: 4. Hugur 2018meðoverride.indd 105 24-Jul-18 12:21:26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.