Hugur - 01.01.2018, Page 78

Hugur - 01.01.2018, Page 78
78 Stefán Snævarr Alla vega er ljóst að Habermas telur að gildismat (bæði listrænt og siðferðilegt) geti ekki verið viðfang meginrökræðu og þar af leiðandi geti gildismat ekki ver- ið algilt. Það sé háð stað og stund, mismunandi menningarheimum. En nútíma listreynsla geti gert tengsl okkar við tilfinningar og þarfir þjálli og gert okkur með því að betri þátttakendum í siðferðilegri rökræðu (við verðum kannski næmari á þjáningar annarra). Og gott listaverk getur opnað augu manna fyrir ýmsu í mannfélaginu sem kaldri skynsemi var hulið. Síðan geta menn nýtt sér þessa listreynslu í virkri rökræðu.50 Samt er heimur lista og bókmennta aðskilinn frá veröld siðferðis þótt ekki sé djúp staðfest milli þeirra. Í daglegu lífi leika mál- gjörðir það meginhlutverk að vera tæki til að leysa vandamál. Verkfræðingurinn segir: „Burðarþol stálbjálkanna er X“, lögreglumaðurinn segir við þjófinn: „Gefstu upp!“ Málgjörð verkfræðingsins hefur hið talfólgna afl að vera raunhæfa, málgjörð lögreglumannsins það talfólgna afl að vera regluhæfa. En séu þær settar fram í skáldverki, þá missa þær þetta afl, enda eru þær ekki liðir í lausn vandamála.51 Hvorki rithöfundurinn né lesandinn verða að taka afstöðu til sanngildis þess sem verkfræðingurinn staðhæfir eða réttmætis þess sem lögreglumaðurinn segir. Mál- gjörðirnar í skáldverkum eru eins konar stælingar á raunverulegum málgjörðum. Setningar í skáldverkum eru einna helst eins og tilvitnanir og tilvitnuð málgjörð hefur engan talfólginn mátt.52 Ef ég segi: „Gunnar sagði: „Ég hóta að drepa þig“, þá hefur málgjörð Gunnars glatað sínum talfólgna mætti að vera hótun þegar hún birtist í minni tilvitnun. Heimar skáldskapar og veruleika eru því nokkuð skýrlega aðgreindir þótt vissulega geti skáldlegur tjáningarmáti haft sitt að segja í daglegu tali. En bæði siðspekilegar og siðferðilegar yrðingar hljóta að varða veruleikann. Póetísk rökræðusiðfræði Segjum nú að Habermas hafi á réttu að standa um greinarmuninn á hlutverki málgjörða annars vegar í skáldheimum, hins vegar í rökræðusiðfræði. Þýðir það að rökræðusiðfræðin sé alveg eða mestmegnis sneydd póetískum þætti? Þessari spurningu svara ég neitandi, ég hyggst nú sýna fram á að rökræðusiðfræðin hafi allstóran póetískan þátt þótt upphafsmönnum hennar hafi verið það hulið. Til þess að ná því marki verð ég fyrst að kynna hugtak mitt um merkingarheim, svo að kynna kenningar mínar um bókmenntaleika.53 Að því loknu mun ég reyna að sýna fram á að í rökræðusiðfræðinni megi finna ábendingar um bókmenntaleika. Merkingarheimurinn er heild merkingarlegra fyrirbæra, meðal slíkra fyrirbæra eru orð, leiknar kvikmyndir, textar, stærðfræðijöfnur, ballett, málverk, samfélög, stríð, menningarheimar, siðaboð og kenningar, þar með talin kenning rökræðu- siðfræðinga. Merkingarleg fyrirbæri eru alveg eða að miklu leyti sköpuð af merk- ingu. Hverfi öll merking, þá hverfa þessi fyrirbæri eða breytast verulega. Gagnstætt þessu hverfa öreindir og svarthol ekki þótt veröldin yrði öldungis merkingarvana. 50 Habermas 1985b: 199–203. 51 Habermas 1988b: 261. 52 Habermas 1985a: 236–237. 53 Sjá nánar Stefán Snævarr 2010: 211. Hugur 2018meðoverride.indd 78 24-Jul-18 12:21:24
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.