Hugur - 01.01.2018, Qupperneq 20

Hugur - 01.01.2018, Qupperneq 20
20 Miranda Fricker að þagga niður í Marge og honum gengur kannski gott eitt til með föðurlegum umvöndunum sínum. Engu að síðu er hér beiting ímyndarvalds á ferðinni. Ímyndarvaldi sínu beitir Greenleaf með virkum hætti þar eð hann framkvæmir athöfn og nær með henni því sem hann hefur vald til að gera: að kveða Marge í kútinn. Það tekst honum með því að kalla fram sameiginlega hugmynd um konur sem óhóflega bundnar eðlisávísun sinni og því hafi þær ónóga rökvísi til að bera.11 Við aðrar félagslegar aðstæður þarf karl ekki að aðhafast neitt til þess að þagga niður í konunni. Það eitt að hann er karl og hún kona gæti dugað til þess að hún sé þögguð. Ef við sjáum fyrir okkur samfélag þar sem kyngervi er þannig háttað að ekki einungis séu konur álitnar nýta innsæið frekar en skynsemina, heldur einnig að þær megi aldrei andmæla því sem karlar segja, þá hefði Herbert Green- leaf beitt Marge sama valdi – valdi hans sem karls til að þagga niður í henni sem konu – en með óvirkum hætti. Það hefði hann gert svo að segja með því einu að vera karlmaður. Hvort beiting ímyndarvalds telst virk eða óvirk fer að miklu leyti eftir samstillingu félagslegrar ímyndunar: báðir aðilar verða að deila mikilvægustu sameiginlegu hugmyndum okkar um hvað felist í því að vera karl og kona, svo sem staðalmyndum (hvort sem þær eru brenglaðar eða ekki) um hvort karlar eða konur séu trúverðugri á hinum og þessum sviðum. Þess ber þó að geta að það er ekki skilyrði þess að ímyndarvaldi sé beitt að annar hvor aðilinn fallist á réttmæti staðalmyndarinnar. Ef við lítum svo á að Marge sé fullljóst hversu brenglandi staðalmyndin er sem notuð er til að þagga niður í henni, þarf ekki að koma á óvart að hún lætur hana samt hafa áhrif á sig. Þær hugmyndir um mismunandi félagslegar ímyndir sem beiting ímyndarvalds virkjar þurfa ekki að vera skoðanir geranda eða þolanda, því að ímyndarvald virkar á sviði sameiginlegrar félagslegrar ímyndunar. Þess vegna getur hún stýrt athöfnum okkar óháð því hvaða skoðanir við höfum. Það er einkennandi fyrir ímyndarvald að það er virkt þegar það tengist öðrum tegundum félagslegs valds. Skoðum samfélagsskipan með stranga stéttskiptingu sem birtist m.a. í mismunandi hegðunarreglum í orði og verki fyrir meðlimi ólíkra stétta. Til að mynda er ekki svo langt síðan enskur „heldrimaður“ sakaði „meðlim hinna vinnandi stétta“ um að hafa sýnt sér „hortugheit“, „ósvífni“ eða „óforskömmugheit“ með því að ávarpa hann með kumpánlegum hætti. Í slíku samfélagi gæti aðalsmaðurinn beitt beinu valdi yfir honum með því t.d. að láta reka hann (kannski var þetta kaupmaður frá fyrirtæki sem þurfti á vernd aðals- mannsins að halda) en beiting ímyndarvalds gæti styrkt þau viðbrögð og veitt ímyndaða réttlætingu (sú félagslega hugmynd um hann sem herramann og hinn sem óbrotinn kaupmann skýrir að hluta getu hans til að hefna sín á þeim síðar- nefnda fyrir „hortugheit“ hans). Ímynd aðalsmannsins fylgja ýmsar undirliggjandi hugmyndir um hvernig fólk í mismunandi lögum samfélagsins á að koma fram við aðalsfólk og í ljósi þessarar forskriftar getur ímyndarstaðan „heldrimaður“ ein 11 Rök fyrir því að innsæi sé að jafnaði ekki uppspretta þekkingarbrests heldur ómissandi hráefni til þekkingar má finna í grein minni „Why Female Intuition?“, Women: A Cultural Review, 6, nr. 2 (haust 1995), 234–248; styttri útgáfa hennar birtist sem „Intuition and Reason“, Philosophical Quarterly, 45, no. 179 (Apr. 1995), 181–189, en þar er ekki fjallað sérstaklega um kvenlegt innsæi. Hugur 2018meðoverride.indd 20 24-Jul-18 12:21:21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.