Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 7

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 7
6 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI innflytjendamálum. Slíkt átti auðvitað ekki að skyggja á hátíðarfundinn og verða til þess að danska þingforsetanum yrði sýnd óvirðing. Svo fór samt. Heill þingflokkur, Píratar, sniðgekk hátíðarfundinn og brást þannig skyldu sinni. Samfylkingin átti greinilega í vandræðum með þetta mál. Einn þingmaður hennar gekk af fundi þegar danski þingforsetinn tók til máls og formaður flokksins sendi Piu Kjærsgaard tóninn á skandinavísku úr ræðustóli Alþingis. Þessi uppákoma var til mikils vansa þeim þingmönnum sem í hlut áttu. Forseti Alþingis bað Dani afsökunar fyrir hönd þingsins eins og sjálfsagt var. Alþingi ákvað í tilefni fullveldisafmælisins að gera tvennt sem samþykkt var á hátíðarfundinum 18. júlí: Að stofna sjóð til styrktar barnamenningu og láta smíða skip til hafrannsókna. Þá var ákveðið að semja við Hið íslenska bókmenntafélag um ritun tveggja bóka: Rits um Þingvelli í íslenskri mynd- list og yfirlitsverks um íslenska bókmenntasögu. Allt er þetta gott og gilt í sjálfu sér. Um hið síðasttalda verður þó að benda á að Mál og menning lét fyrir ekki svo mörgum árum semja yfirlit um ís- lenska bókmenntasögu frá fornöld til samtíma. Það kom út í fimm bindum, samið af mörgum höfundum, ýmsum helstu bókmenntafræðingum vorum. Er vandséð þörf á að taka nú aftur til að semja slíkt yfirlitsverk. Það hefur því miður oft farið svo um þess háttar rit, að þau liggja lítt lesin og rædd. Nýlegt dæmi er verk um myndlist, Íslensk listasaga í fimm bindum. Viðbrögð við henni urðu aðallega ólund út af því að ekki væri fjallað um einhverja til- tekna listamenn samtíðarinnar. Þótt alltaf megi deila um einstök atriði eru slík viðbrögð ekki góður vitnisburður um íslenska menningarumræðu. Nú á haustdögum tilkynnti svo ríkisstjórnin aðgerðaáætlun í loftslags- málum til næstu tólf ára. Ekki var það beinlínis í tengslum við fullveldisaf- mælið, en einkar vel fór á því að draga þennan fána að húni einmitt nú. Lögð verður áhersla á orkuskipti í samgöngumálum, markmiðið að hverfa smám saman frá notkun bensín- og dísselbíla, en í staðinn er greitt fyrir rafbílum. Þetta er byrjun á nauðsynlegum aðgerðum sem ber að fagna. Það er löngu ljóst að framtíð lífs á jörðinni er í húfi, ef ekki er brugðist við hinni gegndar- lausu sóun þeirrar orku sem ekki endurnýjar sig. * Þegar litið er yfir fullveldistímann er margs að minnast, hvort sem litið er til almennrar þjóðfélagsþróunar, atvinnuhátta eða menningarlífs. Að því síðast- talda lýtur sýning í Listasafni Íslands, stór og fjölþætt, sem nefnd hefur verið Lífsblómið. Það nafn er sótt í hinn mikla sagnasjóð Halldórs Laxness, lífs- blóm Bjarts í Sumarhúsum var Ásta Sóllilja. Það á vel við að minna sérstak- lega á þátt Halldórs í íslensku menningarlífi fullveldistímans, enginn á þar meiri eða glæsilegri hlutdeild en hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.