Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 111

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 111
110 SVEINN EINARSSON ANDVARI ávarp Thaliu fyrir þeirra hönd á 50 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur. Hún lést sumarið 1948, mjög um aldur fram. VII Greinarhöfundur kynntist Soffíu Guðlaugsdóttur persónulega og var þá barn að aldri, bæði á heimili þeirra Soffíu og Hjörleifs Hjörleifssonar, seinni manns hennar, sem og á Laugarvatni. Sterkur persónuleiki listakonunnar festist í minni, opnar gáfur, bæði tilfinninga, hugsunar og gamansemi. En það var einmitt á Laugarvatni sem saga gerðist sem nú skal sögð. Ég hef sagt hana áður opinberlega, en kannski á hún ekki síður við nú, þegar menn eru önnum kafnir við að rannsaka kosmískt eðli leiklistarinnar. Eitt sumarið var að störfum á Laugarvatni milliþinganefnd í skólamálum. Í nefndinni var margt gáfufólk og fylgdi, að umræður yfir morgunverði urðu gjarna áhugaverðar, enda tímar viðsjálir og að mörgu að víkja. Atvik höguðu því þannig að Soffía var þar í nokkra daga og svo móðir mín og ég; sagan hefur þannig lengi geymst í minni mér. Meðal nefndarmanna var skörung- urinn Aðalbjörg Sigurðardóttir og meðal hennar áhugamála var spíritismi. Einn morguninn verður hann að umræðuefni. Soffía lét lítið yfir og taldi að margt sem þar væri talið til tíðinda væri ekki merkilegra en þegar leikara tækist upp í list sinni og auðnaðist að færa sig úr sínu eigin skinni í skinn persónunnar sem túlka ætti. „Jæja,“ sagði Aðalbjörg, „á leiksviðinu kannski. En ekki geturðu birst mér utan sviðs.“ „Get ég það ekki?“ spurði Soffía. „Ég skal bara birtast þér í nótt!“ Þessar orðræður voru teknar sem eitt af mörgum dæmum um skemmtilegt andríki sem þessir morgunverðir leystu úr læðingi. Svo vildi til, að Soffía fór til Reykjavíkur síðdegis þennan sama dag. Morguninn eftir voru gáfulegar samræður að vanda, en nú vantaði Aðalbjörgu og undruðust menn það. Loks kom hún og var mikið niðri fyrir. „Hún kom,“ sagði Aðalbjörg. „Hver?“ Fólk hafði gleymt skemmtun gærdagsins. „Hún Sissa,“ sagði Aðalbjörg, en það var gælunafn hinnar frægu leikkonu. Og nú hóf Aðalbjörg frásögn sína. Hún bjó í Björkinni svokallaðri, sem var einnar hæðar hús. Hún kvaðst hafa vaknað upp snemma nætur og vart náð andanum; hugsaði sem svo: ég er með martröð, mig er að dreyma. En þá gekk framhjá glugganum hópur ungs fólks og var að syngja alþekkt dægur- lag, Aðalbjörg mundi meira að segja hvaða lag það var: Á hörpunnar óma. Jukust nú andþrengslin og Aðalbjörgu fannst sem allt súrefni væri horfið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.