Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 20

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 20
ANDVARI ÁRMANN SNÆVARR 19 greiða aðstöðu til námsdvalar erlendis að námi loknu hér heima. Námsdvöl kandídata erlendis hefur, svo sem nú hefur verið drepið á, persónulegt þroska- gildi fyrir kandídatana. En slík dvöl hefur einnig gildi fyrir þjóðfélagið á marga lund. Í því efni nægir að benda á þá staðreynd, að þjóðfélaginu er brýn þörf á því, að kandídatar afli sér sérmenntunar, eftir því sem föng eru frekast á. Eins og vísindalegri þróun er nú komið, kveður æ meir að sérhæfingu og sérmenntun, þannig að sums staðar erlendis má kalla, að háskólafræðslan fram að kandídatsprófum verði aðeins almennur áfangi eða frumundirstaða undir sérfræðilegri menntun. Þessarar sérhæfingar gætir ekki jafn mikið hér á landi og víða erlendis. Sú athugun haggar þó ekki því, að rík þjóðfélagsleg nauðsyn er á því, að hér á landi njóti manna, sem hafi sérþekkingu umfram almenna háskólamenntun, í flestum fræði- eða vísindagreinum.11 Fjölskyldulíf og heimilishagir Ármann gekk í hjónaband 11. nóvember 1950. Eiginkona hans var Valborg Sigurðardóttir, f. 1. febrúar 1922, d. 25. nóvember 2012, og stóð hjónaband þeirra meðan bæði lifðu. Þau bjuggu lengi í rúmgóðu einbýlishúsi, sem þau reistu sér að Aragötu 8 í Reykjavík, en eignuð- ust einnig sumarbústað að Kerhóli í Grímsnesi. Á báðum stöðum undi fjölskyldan sér vel. Valborg var merk kona, sem lét mikið að sér kveða á sínu starfs- og menntunarsviði. Foreldrar hennar voru Ásdís Margrét Þorgrímsdóttir húsfreyja, f. 1883, d. 1969, og Sigurður Þórólfsson skólastjóri, f. 1869, d. 1929. Hún fór ung að árum til Bandaríkjanna og menntaði sig þar árum saman, en stúdent varð hún frá Menntaskólanum í Reykjavík 1941. Sálfræðinám stundaði hún við háskólann í Minnesota 1942- 1943. BA-próf í uppeldis- og sálarfræði tók hún frá Smith College í Massachusetts 1944 og MA-próf þaðan 1946. Hún gerðist skólastjóri Fóstruskóla Íslands (er síðar nefndist Fósturskóli Íslands) frá stofnun hans 1946 og þar til 1985, er hún lét af því starfi. Eftir hana liggja ýmis ritverk á sérsviði hennar, það er varðandi uppeldis- og kennslu- mál. Hún var kjörin heiðursdoktor við Kennaraháskóla Íslands 2002 og heiðursfélagi í ýmsum félögum. Stórriddarakrossi fálkaorðunnar var hún sæmd 1986. Í fyrrnefndri minningarræðu um Ármann segir meðal annars, að frú Valborg hafi staðið við hlið manns síns og stutt hann með ráðum og dáð, og er það síst ofsögum sagt. Þá segir prestur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.