Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 133
132 KJARTAN MÁR ÓMARSSON ANDVARI
32 Sbr. „A rose is a rose is a rose“ úr ljóði Stein, Gertrud, „Sacred Emily“, Geography and
Plays, 1922.
33 Höfundur óþekktur, „Túnið við Klömbrur“, SunnudagsMogginn, 18. júlí 2010, sjá: http://
www.mbl.is/greinasafn/grein/1341465/. [Sótt 8. desember 2013]. Áherslubreyting mín.
34 Sigurður rekur einnig að í bókinni Reykjavík - Sögustaður við sund eftir Pál Líndal,
frá 1925, komi fram að Magnús Júlíusson hafi átt túnið og nefnt bú sitt Klömbrur eftir
samnefndu býli og fæðingarstað sínum. Það hafi verið venja að „ábúendur á erfðafestu-
löndum hafi nefnt býli sín eftir fæðingarbæ sínum“. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson,
„Bæði nöfnin eiga stutta sögu“, Morgunblaðið, 1. ágúst 2006, bls. 8.
35 Lerner, Marion, „Staðir og menningarlegt minni: Um ferðalýsingar og vörður“, þýð.
Benedikt Hjartarson, Ritið, 2/2013, bls. 9-27, hér bls. 10. Sjálf vísar hún í Assmann,
Jan, Das kulturelle Gedächtnis: Schrift, Erinnerung und politische Identität in früben
Hochkulturen, München: C.H. Beck, 2005.
36 Lerner, Marion, „Staðir og menningarlegt minni …“, bls. 11.
37 Lerner, Marion, „Staðir og menningarlegt minni …“, bls. 11.
38 Lerner, Marion, „Staðir og menningarlegt minni …“, bls. 12.
39 Lévi-Strauss, Claude, „Formgerð goðsagna“, Spor í bókmenntafræði 20. aldar: frá
Shklovskíj til Foucault, ritstj. Garðar Baldvinsson, Kristín Birgisdóttir, Kristín Viðars-
dóttir, þýð. Gunnar Harðarson, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands,
1991, bls. 53-80.
40 Tvíhyggjan hefur þó verið gagnrýnd í gegnum tíðina. Á fimmta áratug 20. aldar kemur
t.a.m. franski heimspekingurinn og póst-strúktúralistinn Jacques Derrida fram með
kenningu sína um afbyggingu (fr. déconstruction) þar sem hann gengur gegn tvíhyggju
Lévi-Strauss. Afbygging Derrida fólst meðal annars í því að sýna hvernig andstæðum
pörum væri alltaf skipað í stigveldi, þar sem annað orðið væri miðjað en hitt jaðrað.
Tvíhyggjan byggði ávallt á einhvers konar stigveldi þar sem annarri einingu tvenndarpars
væri skipað ofar en hinni. Þannig væri maður settur ofar en kona í parinu maður/kona
og hvítur væri hærra settur en svartur í hvítur/svartur. Þannig fælist ákveðin tegund af
kúgun í sjálfgefinni hugsun innan hugvísinda á Vesturlöndum. Sjá: Bertens, Hans, „The
Poststructuralist Revolution: Derrida, Deconstruction, and Postmodernism“, Literary
Theory, The Basics, 2. útgáfa, London & New York: Routledge, 2008, bls. 91-115, hér bls.
100.
41 Bankastræti sem liggur frá gatnamótum Skólavörðustígs og Laugavegar niður að
Lækjargötu í Reykjavík er annað gott dæmi um það hvernig örnefni og kennileiti
geta borið hugsanamynstri borgarbúa vott. Fyrr á tímum var Bankastræti kallað
Bakarabrekkan vegna kornmyllu sem stóð þar lengi. Nafnið breytist svo eftir að
Landsbankinn opnar fyrsta útibú sitt í götunni 1886 og síðan hefur nafnið Bankastræti
loðað við götuna þrátt fyrir að bankinn sé löngu horfinn. Það sem merkilegra er, gatan
hefur nú, á okkar dögum, hlotið enn annað nafn þótt óformlegt sé. Sín á milli kalla
gárungar bæjarins Bankastræti Flís-strít (e. fleece street) vegna þess að þar fæst nær ein-
göngu útivistarfatnaður.
42 Þetta sat ungskáldi nokkru fast í minni árið 1924. Hann spurði: „Hvar er menníng for-
feðranna og hvar dygðir? Hvar er heiðurinn þýngri á metunum en háðúngin í þessari
blessaðri fortíð? Eru þeir ekki stórmenni gullaldarinnar, sem vaskastir vóru til mann-
drápa? Erkidygð gullaldarinnar var hreysti og vígleikni. Hvar skildi mannvitið spor sín
eftir? Bauð ekki eitt axarskaftið öðru heim? Er ekki endirinn á öllum Íslendingasögum
sá að Njáll er brenndur?“. Halldór Laxness, Heiman eg fór, Reykjavík: Vaka-Helgafell,
1991, bls. 62. Að því sögðu þykir mér rétt að benda á að 28 ár líða frá ritun þessara orða
og þar til þau birtast almenningi árið 1952. Halldór segist í inngangi hafa „dregið út