Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 88

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 88
ANDVARI BRÚN OG UPPLIT DJARFT TIL VILJANS SAGÐI 87 Og atburðirnir krefja okkur um afstöðu. En kristnin er ekki aðeins inni- leg persónuleg trú heldur líka siður í heilu samfélagi. Samfélögin móta sér siðareglur sem hljóta lögmæti og löghelgun af trúarboðskapnum, en eru þó margar fyrst og fremst veraldlegar og jarðneskar siðahefðir, sumar miklu eldri en kristnin sjálf. Á sautjándu öld var kirkjan veraldleg valdastofnun og meðal merkustu verkefna hennar var að veita veraldarvaldi og refsivaldi konungsins lögmæti og löghelgun af hæðum. Refsilög og refsiframkvæmd fylgdu harðneskjulegum skilningi á lögmálinu. Verkaskipting konungs og kirkju studdist við kenningar Marteins Lúthers um fylkin tvö, regimentin tvö. Annað þeirra var andlegt, kirkjuvaldið, en hitt veraldlegt, konungsvald- ið. Bæði nutu löghelgunar af hæðum, og konungur stýrði báðum. Siðbótin galt keisaranum það sem keisarans var. Hún fékk stuðning og vernd furst- anna en galt fyrir með sjálfræði sínu. Fjölskyldumál, einkalíf, fræðslumál, hjónabönd og barneignir lutu að miklu leyti regimenti kirkjunnar. En þessi viðfangsefni lutu ráðandi hugmyndum um skipan samfélagsins og skiptingu manna í stéttir. Að almennu mati á 17. öld var mannkynið fyrst og fremst þeir karlmenn sem voru forstöðumenn heimila, húsbændur, með eigin tekjur og einhverjar eignir. Um 5% lands- manna áttu bújarðir og þar af átti 1% langmest, um fjórðung allra bújarða og fór að auki með umsjón og yfirráð rúmlega helmings allra bújarða, þ.e. kirkju- og konungsjarðir. Þetta eina hundraðsbrot réð sem sagt beint yfir meira en 75% allrar lífsbjargar í landinu og auk þess öllum valdaembættum, og svona mun þetta hafa verið fram á nítjándu öld (Helgi 2003:130-131, 241. Helgi 2004:14-15, 48-49. Lýður 2006:75). Yfirleitt var talað um ættir í slíku samhengi og orðið þá notað sem sam- heiti við stétt, oftast yfirstétt. Ætterni, erfðir og fjölskyldutengsl réðu um það hvernig menn röðuðust í mannfélagsstigann, í ættstétt, fram yfir aðrar forsendur og skilmerki stéttaskiptingar. Í ritum notuðu menn jafnvel alþjóða- orð: ,,optimates“, ,,status optimatum“, og ,,populares“, ,,status popularis“ (Halldór 1792). Gróflega mætti sjálfsagt leyfa sér að álíta að nálægt fimmti hver upp- vaxinn karlmaður á Íslandi hafi haft einhvers konar samfélagsréttindi. Aðrir báru aðeins skyldur og voru í raun ófjárráða og réttindalitlir fjölskyldumenn, leiguliðar, hjú og öreigar. Samfélagið var hneppt í strangar viðjar. Þar réð miskunnarlaus ættstéttaskipting annars vegar og hins vegar skorturinn og náttúrulegar aðstæður sem ekki voru síður grimmilegar þegar illa áraði. Það gleymist oft hversu mikil áhrif óttinn við hungrið hafði á allt samfélagið. Yfirgnæfandi meirihluti karlmanna beygði sig undir þetta ok. En konur stóðu ekki aðeins andspænis áhrifum og veruleika stéttaskiptingar og skorts. Á þær var ekki litið sem fullgildar mannverur, nema aðeins ekkjur af yfirstétt sem stóðu fyrir búi. Helga Magnúsdóttir matróna í Bræðratungu er fulltrúi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.