Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 58

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 58
ANDVARI LÍFHYGGJUMAÐUR EÐA RÓMANTÍKER? 57 spekingur, Henri Bergson, naut vaxandi hylli. Bergson varð málsmetandi maður innan bókmennta- og listastefnu lífhyggjunnar sem var fjölbreytt hugsjónastefna en þróaðist ekki síst sem andsvar við því sem sumir sáu sem yfirmáta efnishyggju, andlega deyfð og oftrú á mátt raunvísinda í samtím- anum. Bergson gekkst við þessum sjónarmiðum með fyrirvörum og viður- kenndi, þrátt fyrir að draga ekki niðurstöður vísindanna í efa, að sumt í veru- leikanum væri þess eðlis að það yrði ekki skýrt með hefðbundnum aðferðum reynsluvísinda. Sú heimspeki sem hann setti fram, undir áhrifum manna á borð við Immanuel Kant (1724–1804), Nietzsche og Herbert Spencer (1820– 1903), beindist helst að viðurkenningu á takmörkunum vísinda og að finna nýjum kenningum, svo sem náttúruvali Charles Darwin (1809–1882), frum- spekilegri stoðir. Það sem liggur að baki fyrstu ritum Bergson, til að mynda Efni og minni (Matière et mémoire, 1896), eru ýmis illleysanleg vandamál efnishyggju sem glímt hefur verið við öldum saman, svo sem sú staðreynd að hún getur ekki með góðu móti skilgreint hvað efni er. Annmarkar af þessu tagi þóttu afhjúpa mörk sem þekkingarþrá mannsins væru sett og ókleift væri að brúa og því yrði það sem lægi handan þeirra aldrei skilið til fulls. Vísindin yrðu að sættast á að það sem lægi á bak við efniseindirnar, sjálfur grundvöllur heimsins, yrði alltaf ráðgáta. Þannig nefndi Bergson að sérfræð- ingur sem krukkaði í heilann gæti komist að ýmsu sem varðaði hugsunina en ekki séð inn á það óefnislega svið innsæisins sem hefði úrslitaþýðingu í sköpun hugmynda.25 Það sem Bergson fann að nútímavísindum var það sem hann taldi van- hæfni þeirra til að sjá hlutina heildstætt. Þannig fannst honum sú afstaða óviðunandi að unnt væri að komast að sannleikanum á bak við eins flókið og skapandi fyrirbæri og lífið út frá þeim brotakenndu upplýsingum sem steingervingar veittu. Sem áður segir mótaði hann samt heimspeki sína með hliðsjón af nýjum ályktunum náttúruvísinda, sem hann efaðist ekki um að væru réttar þó að hann teldi þær ekki algildar, og þess sjást merki í kenningu hans um „lífsfrumkraft“ (élan vital). Í kenningu hans er þessi kraftur það sem sameinar lífið í samræmda heild sem á upphaf sitt í því sem kveikti það í öndverðu. Bergson taldi manninn geta fundið innra með sér fyrir þessu afli og að það væri forsenda lífsins, það sem stýrði athöfnum lífvera í efnisheim- inum og tryggði vöxt þeirra og þróun. Hæfileikinn til að móta hugmyndir og framkvæma þær var þannig háður kraftinum en ekki eitthvað sem maðurinn tileinkaði sér af reynslu. Það skal undirstrikað að Bergson hafnaði ekki sjón- armiðum efnishyggju og samþykkti að efni væri einn mikilvægasti þáttur í þróun lífvera. Eindir þess voru það sem verkuðu á skynfærin, kveiktu áreiti hið innra og virkjuðu innsæið svo að hugmyndir urðu til sem leiddu til at- hafna, forsendu breytinga. „Andinn“ í efninu, það sem gaf því líf, var hins vegar hið óefnislega afl.26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.