Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 29

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 29
28 PÁLL SIGURÐSSON ANDVARI einu sér þá Ármann mann nokkurn, sem hann kannast bersýnilega vel við, og snýr sér nú að og heilsar hressilega með nafni og spyr hvernig hann hafi það. Maðurinn verður hálfvegis hvumsa við, kannast sjáan- lega ekki við Ármann og spyr, hvort þeir þekkist eitthvað. „Já, ég er nú hræddur um það. Manstu það ekki? Við hittumst og ræddum dálítið saman eitt sinn á flugvellinum í Gander á Nýfundnalandi árið 1949, þegar Loftleiðavél, sem hafði okkur sem farþega, hafði þar viðkomu til að taka eldsneyti. Gaman að sjá þig aftur.“ Að lokum má geta þess hér, að Ármann var prófdómari við Lagadeild Háskóla Íslands á árunum 1973-1987, en auk þess var hann stunda- kennari við Fósturskóla Íslands á árinu 1992 og forstöðumaður nám- skeiða til undirbúnings fyrir próf löggiltra endurskoðenda. Fortölumeistarinn Ármann Snævarr sýndi greinarhöfundi ævinlega gott og hvetjandi við- mót, bæði meðan ég var nemandi og eins eftir að ég fór að fást við kennslu í Lagadeild. Á ég honum margt að þakka, en það á vissulega við um fleiri. Lítil saga, sem hér fylgir, varpar örlitlu ljósi – þó aðeins jákvæðu – á vissa eiginleika, sem tengdust samskiptahæfni hans. Ármann bjó yfir fortöluhæfileikum umfram flesta eða alla menn, sem ég hef þekkt. Um það geta margir vottað. Ég man sérstaklega eftir einu dæmi, er ég varð sjálfur vitni að. Þannig var, að er líða tók að sjö- tíu ára afmæli dr. Gunnars G. Schram prófessors, samkennara míns við Lagadeild, var ákveðið að efna til veglegs afmælisrits af því tilefni. Fór undirbúningur að útgáfu þeirrar bókar fram á vegum sérstakrar ritnefndar eins og venja er um sambærileg rit. Ég átti sæti í þessari nefnd en Ármann Snævarr var formaður hennar. Var samstarfið við hann mjög ánægjulegt, en mest mæddi á okkur tveimur við þetta starf, yfirlestur greina og þess háttar. Nú kom að því, að fá þurfti eitthvert gott útgáfufyrirtæki til að taka að sér prentun og dreifingu ritsins. Við leituðum fyrir okkur á nokkrum stöðum en án árangurs, komum í reynd að lokuðum dyrum eða þá að okkur var ekki svarað. Loks hug- kvæmdist Ármanni að leita ásjár hjá Almenna bókafélaginu og þangað lögðum við nú inn handrit bókarinnar (sem var nokkuð við vöxt), þann- ig að taka mætti afstöðu til útgáfunnar. Síðan mættum við Ármann til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.