Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 116

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 116
ANDVARI DYSIN, VARÐAN OG VERÐANDIN 115 nokkrir ungir piltar að róta í grjóti og reisa sér vörðu uppi á holtinu og eftir það varð ekki aftur snúið. Næstu rúmlegu hundrað ár átti það eftir að henda ítrekað að varðan grotn- aði niður sökum hirðuleysis en var, hvað sem því leið, ávallt reist á nýjan leik af bæjarbúum. Ásamt endurreisnarþolgæði Reykvíkinga mátti jafnframt greina athyglisverða breytingu, en hún var sú að holtið tekur nafnabreyting- um í daglegu tali. Hætt var að tala um Arnarhólsholt og byrjað að tala um Skólavörðuholt. Það má því leiða að því líkur að varðan sem piltarnir reistu hafi ekki aðeins verið samansafn af grjóti – aðeins eitt annað hrúgald á vegi borgarbúa – fundarstaður eða útsýnispallur, heldur tákn og hluttekja þess hugarfars sem kraumaði í samfélaginu. Ris og hrun og ris og hrun og ris og hrun Skólavörðunnar Á 18. öld höfðu skólapiltar í Skálholti komið sér upp vissum venjum sem ekki mátti af bregða, var ein þeirra sú að á vorin mæltu piltarnir sér mót á ákveðnum stað og þaðan riðu þeir allir áfram í sameiningu. Á leiðinni í skólann átti að staðnæmast þrisvar og hrópa signum og seinasta ópið var framkvæmt í heimreiðinni. Í því skyni að gera lokaáfangann sem hátíðleg- astan tóku drengirnir upp á því að hlaða grjótvörðu þar sem síðasta signum- ið var kallað upp og hlaut hún nafnið Skólavarða. Þegar skólinn fluttist til Reykjavíkur árið 1785 voru 10 piltar honum samferða og fluttu siðinn með sér úr Skálholti. Í Reykjavík var síðasta signum á Arnarhólsholtinu og þar hlóðu þeir að breyttu breytanda nýja Skólavörðu 1796.4 Síðan hefur holtið ekki verið kallað annað en Skólavörðuholt. Árið 1804 fluttist hins vegar Hólavallaskóli til Bessastaða og eftir það var enginn sem bar sig eftir viðhaldi Skólavörðunnar. Bæjarmenn létu hana sig engu skipta svo úr varð að árið 1834 var hún grotnuð sundur. Til voru þeir sem tók sárt að horfa upp á afdrif Skólavörðunnar, minnismerki fyrsta skólans í Reykjavík, og þeirra á meðal var Krieger stiftamtmaður sem tók að sér að virkja kaupmenn bæjarins í því skyni að hlaða vörðuna upp á nýtt.5 Hún varð stærri en hin fyrri og var gangstígur ruddur upp holtið að henni. Krieger til heiðurs var nafn hans letrað á vörðuna og um stutt skeið var gerð tilraun til að kalla hana Kriegers Minde (ísl. minnisvarði Kriegers) upp á dönskuna. En ekki fékkst almenningur til þess og hélt hún því sínu gamla heiti ásamt því að stígurinn nýi dró af henni nafn sitt: Skólavörðustígur. Ekki tókst viðhald vörðunnar betur að þessu sinni, þrátt fyrir að hún hafi verið veglegri en sú fyrri, og hrundi hún því líkt og forveri hennar árið 1858. Áratug síðar, 1868, kom Árni Thorsteinsson bæjarfógeti því svo til leiðar að Sverrir Runólfsson steinsmiður reisti hana enn upp á nýtt og nú veglegar en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.