Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 101
100 SVEINN EINARSSON ANDVARI
rifjar leikkonan upp feril sinn og fannst nokkuð rýrt það sem henni var ætlað
að fást við á þessum fyrstu árum. Ekki munu nú allir taka undir það; hún
var einmitt leikkonan sem beðið var eftir, nú þegar aðalleikkonurnar voru
komnar á miðjan aldur. Árið eftir leikur hún ein sex hlutverk, sum nokkuð
krefjandi, og þegar næsta leikár er henni falið að túlka Helgu í Klofa í öðru
leikriti Kvarans, Lénharði fógeta, en það hafði verið leikið 20 sinnum þegar
það fyrst kom fram 1913, en var nú leikið 12 sinnum í viðbót með breyttri
hutverkaskipan. Þá heitir hún reyndar í leikskrá Soffía Kvaran og er gift
einum af þeim ungu upprennandi leikurum sem þá blasti við að tækju við
Leikfélaginu, Ágústi Kvaran. Hinir voru t.d. Ólafur Ottesen, sem menn töldu
að myndi fara í fótspor Árna Eiríkssonar, Ragnar, sonur Einars H. Kvaran,
sem ætlað var að fylla skarðið eftir Jens B. Waage og var farinn að leika
burðarhlutverk ungra manna, og Óskar Borg, sonur frú Stefaníu. Margt fer
reyndar öðruvísi en ætlað er og verður komið að því hér á eftir.
III
Um 1920 leikur Soffía reyndar minna um skeið, enda eignast hún þá dóttur-
ina Eddu, sem síðar varð einnig leikkona; leiklistaráhugi er ættgengur sem
kunnugt er. Hét það á þessum árum að þrjár ættir réðu ríkjum í Leikfélagi
Reykjavíkur, Indriðafólkið, Kvaranarnir og Borgar-fólkið, afkomendur frú
Stefaníu.
En næsta leikár er hún komin á fullt og leikur m.a. hina léttúðugu Susan
Dale, systur Normu, í Vér morðingjar eftir Kamban og svo aðalhlutverkið,
Ölmu, í einu af þeim leikritum sem 20 árum fyrr höfðu boðað innreið raun-
sæisstefnunnar á íslenskt leiksvið, Heimkomunni eftir Hermann Sudermann.
Næstu tvö leikár vex henni enn ásmegin með margvíslegustu hlutverk-
um sem krýnast þegar hún leikur titilhlutverkið í Fröken Júlíu, fyrstu
Strindbergssýningunni á Íslandi, vorið 1924. Nú spöruðu menn ekki lofsyrð-
in; engum blandaðist hugur um að komin var fram stórbrotin listakona með
mjög persónuleg stíleinkenni. Grípum niður í umsagnir blaða. Leikvinur í
Vísi segir marga hafa furðað sig á dirfsku Leikfélagsins. Öll eftirtektin hafi
beinst að frk. Júlíu (sem var leikin með einþáttungi eftir Schnitzler). Soffía
hafi leikið „snildarlega“ og aldrei tekist betur „Leikur hr. Óskars Borg var og
góður og á köflum ágætur og meðferð þessa leiks var Leikfélaginu til mikils
sóma, þótt leikritið sjálft sé á mörkum þess sem sýna beri hér á landi“.
Morgunblaðið er á sömu nótum (28. maí):