Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 127

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 127
126 KJARTAN MÁR ÓMARSSON ANDVARI laðað gæti útlenda ferðamenn hingað, þá væri það „múseum“, eða bygging handa söfnunum, eins og oftar en einu sinni hefur verið farið fram á. Vegna bókasafns mun enginn koma hingað, því nóg er af þessháttar í útlöndum; Landsbókasafnið er ónýtt, eintómt rusl og samsafn án allrar bóklegrar fyrirhyggju, þótt þar séu til einstöku góð og dýr verk (sem enginn notar). Málverkasafnið er ómerkilegt í sjálfu sér, þótt málverkin séu dýr og vel gerð og sumum hér þyki gaman að sjá þau. […] Undarlegt er að sá smásálarskapur skuli vera hér samhliða stórmenskunni, og heimtufrekjunni í öðru, að þykja ekki minkun að því, að bjóða útlendingum og sjálfum oss önnur eins hreysi og þau, sem þessi söfn mega til að búa við. Háskóli mundi engan laða hingað, til þess erum vér of fámennir og fátækir, en hér gengur það eins og annað: menn byrja á þakinu og ætla að enda á grundvellinum.65 Spyrja má hvort lýsingar Benedikts séu litaðar einhvers konar andúð, eða smásálarskap, eða hvort hann sé einn þeirra fáu – en útvöldu – sem taka að sér hlutverk Þersítesar og tali hreint út án tillits til afleiðinganna.66 Krafa Benedikts um opinberar stofnanir sem hlúi í senn að líkama og sál verður þó að teljast réttmæt. Færð hafa verið rök fyrir því að Reykjavík hafi á þessum tíma aðeins borið nafnið „höfuðstaður“ sökum dómkirkjunnar og latínuskól- ans. Alþingi kom saman í skólanum og menningin rúmaðist á kirkjuloftinu – hér var ekkert.67 Göfgun holtsins Þúsund mílna leið Íslendinga að menningarlegu marki var engu að síður hafin og bæjarandinn stóð á gatnamótum uppi á Skólavörðuhæðinni. Varðan hafði staðið vaktina um háleitar hugsjónir í árhundrað og nú skyldi fyrsta listasafn Íslendinga rísa á holtinu henni til samlætis. Göfgun landsmanna var orðin að einbeittara markmiði meðal ráðamanna þjóðarinnar. Valdir lista- menn nutu góðs af þeirri menningarvakningu sem átti sér stað með vaxandi þéttbýlismyndun og aukinni sjálfstjórn landsins og fengu styrk frá Alþingi til þess að fara utan og mennta sig. Þótt styrkveitingar hafi ekki verið háðar því að þiggjendur sneru aftur heim, voru engu að síður þau „sjónarmið“ sem „tengdu listsköpun við aukið næmi eða skilning þjóðar á fegurð“ áberandi meðal raka þingmanna „fyrir styrkveitingum til listamanna á síðasta áratugi nítjándu aldar“.68 Árið 1914 býðst Einar Jónsson myndhöggvari – í annað sinn – til þess að gefa íslensku þjóðinni verk sín með því skilyrði að landssjóður kosti flutn- ing þeirra frá Kaupmannahöfn til landsins og annist varðveislu þeirra.69 Stjórnin þekktist boðið og Einari var boðin lóðin sem Þjóðleikhúsið stend- ur á við Hverfisgötu. Einar afþakkaði en renndi aftur á móti hýru auga til Skólavörðuhæðarinnar sem þá var „í nokkurs konar óbyggðum“ með „ekk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.