Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 123

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 123
122 KJARTAN MÁR ÓMARSSON ANDVARI þörf fyrir breytingar. Sé aftur á móti litið til nafnabreytingarinnar út frá hug- arfarslegum ástæðum er gott að nálgast kenningar franska mann- og þjóð- fræðingsins Claudes Lévi-Strauss. Hann var upphafsmaður strúktúralískrar mannfræði í byrjun 20. aldarinnar, sem studdist við hugmyndir svissneska málvísindamannsins Ferdinands de Saussure um að tungumál byggi á lög- máli mismunar. Lévi-Strauss komst að þeirri niðurstöðu eftir að hafa rann- sakað ógrynni þjóð- og goðsagna að maðurinn skynjaði heiminn í tvenndum sem skiptust í andstæðupör.39 Samkvæmt því upplifir maður heiminn á skala sem bindur saman andstæða ása, svo sem upp/niður, hægri/vinstri, ætur/ óætur. Skapast hefur hefð fyrir því að líta á þessa tvenndarskiptingu sem grundvallarlögmál í heimspeki, málfræði, menningarrannsóknum og öðrum greinum innan hugvísinda.40 Nafnaskipti Arnarholts yfir í Skólavörðuholt fela í sér tvenndarskiptingu af þessu tagi þar sem umpólun á sér stað í hugar- heimi borgarinnar. Ég tel að viss djúprætt hugsun liggi þar að baki sem á rót sína í tvenndarparinu náttúra/menning, jafnvel fortíð/framtíð.41 Örninn (sbr. Arnarhólsholt) er ránfugl, hluti af náttúrunni, villtur og frjáls á valdi frumhvatanna. Eins er hann áminning um fyrri tíma þegar frum- byggjar Reykjavíkur voru óheflaðir. Fólki hættir til að gleyma, þegar róm- antískur ljóminn geislar af upprunasögunum, að „stofnandi“ Reykjavíkur var heiðingi, fjöldamorðingi og þrælahaldari.42 Þannig má að vissu leyti merkja í nafnabreytingu af þessu tagi viðleitni til þess að sverja af sér ribb- aldahátt landnámsmanna, óheflað athæfi frumbyggja og snúa sér að fínni dráttum – menntun og auðgun andans, skólun. Hugsun borgarbúa er að fær- ast milli flokka, stigið er úr náttúru+fortíð til menningar+nútíðar. Það er engin almennileg hugsun til utan borgarinnar, mun þýski heimspekingurinn Horkheimer hafa sagt í bréfi til vinar síns.43 Þar býr líka vonin um framtíð og framför samhliða sterku siðferði og mannasiðum. Reykjavík var að taka breytingum og verða borg – og borgin hefur allt frá fyrstu tíð verið nátengd siðmenntun mannsins, aðskilnaði hans frá náttúrunni. Í raun er þetta elsta saga í heimi. Í Gilgameskviðu, söguljóði frá Mesópótamíu sem talið er vera eitt elsta ritaða bókmenntaverk sem vitað er um – elsta súmerska gerðin af kvæðinu er frá 2150-2000 f.o.t. – er sagt af því hvernig Enkídú, hálfur maður og hálf skepna, er rifinn úr fangi náttúrunnar og færður til borgarinnar, menningarinnar, þar sem hann hefst yfir dýrs- legt ástand sitt og verður að manni. Kviðan hefst á formála þar sem gjörðir Gilgamesar eru tíundaðar. Hann er ofstopamaður og beitir þegna sína harðræði. Guðirnir reyna að siða hann með því að skapa villimanninn Enkídú sem er andstæða Gilgamesar. Í þessum tveimur hetjum endurspeglast andstæða náttúru og siðmenningar: Gilgames er afsprengi borgarinnar en Enkídú lifir í skóginum með villtum dýrum. Þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.