Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 72
ANDVARI SJÁLFBÆRT FÓLK? 71
ber upp sömu spurningar og Gróður jarðar en kemst að andstæðum niður-
stöðum, eins og Halldór orðar það sjálfur í eftirmála við aðra útgáfu sögunn-
ar,7 hvaða ályktanir getum við þá dregið um viðhorf sögunnar og höfundar
hennar til umhverfisins og tengsla manns og moldar í dag?
Sjálfbærnin og Sjálfstætt fólk
Ég held að það geti verið gagnlegt að rýna í Sjálfstætt fólk út frá hugtakinu
sjálfbærni. Það getur reyndar verið snúið að finna eina skilgreiningu þess
hugtaks sem allir eru sammála um, en við getum byrjað á þeirri sem sett
var fram í skýrslu Brundtland-nefndarinnar svokölluðu árið 1987: „Sjálfbær
þróun er sú sem gerir okkur kleift að mæta þörfum okkar án þess að stefna
í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.“8 Jafnan er
litið svo á að grunnstoðir sjálfbærni séu þrjár, sú vistfræðilega, sú fjárhags-
lega og sú félagslega. Sjálfbærni tengist öllum sviðum samfélagsins, ekki
síst framleiðslugreinum eins og landbúnaði. Bandaríska landbúnaðarráðu-
neytið skilgreinir sjálfbæran landbúnað þannig:
Hugtakið sjálfbær landbúnaður vísar til samþætts kerfis plöntu- og dýraframleiðslu
sem bundin er ákveðnum svæðum sem munu til langs tíma: Fullnægja þörfum
manneskjunnar fyrir mat og trefjar; bæta gæði þess umhverfis og náttúruauðlinda
sem hagkerfi landbúnaðarins byggist á; nýta á sem hagkvæmastan hátt óendur-
nýjanlegar náttúruauðlindir og auðlindir á býlinu og samþætta, þar sem hægt er,
náttúruleg lífræn ferli; viðhalda hagkvæmni búskapar; og bæta lífsgæði bænda og
samfélagsins í heild.9
Sjálfbærnin felst ekki bara í því að viðhalda auðlindum sem tilheyra búskap,
heldur einnig að nýta þær auðlindir sem finnast á tilteknu landsvæði á sem
hagkvæmastan hátt. Þetta er lykilatriðið í búskap Bjarts í Sumarhúsum eins
og síðar verður komið að.
Hugtökin sjálfbærni og sjálfbær þróun voru ekki til á ritunartíma Sjálfstæðs
fólks. En tengsl manns og náttúru urðu viðfangsefni bókmennta og bók-
menntasögu löngu áður en sjálfbærnihugsunin kom til. Íslenskir fræðimenn
sem fjallað hafa um bókmenntir millistríðsáranna hafa bent á að í íslenskum
sagnaskáldskap þeirra tíma sé áberandi tilhneiging til að upphefja samband
manns og náttúru í gegnum landbúnað. „Þannig fékk landbúnaðurinn með
dularfullum hætti guðfræðilegt gildi á árunum milli stríða …“ segir Árni
Sigurjónsson í bók sinni um verk Halldórs á fjórða áratugnum.10
Ég held að það sé óhætt að fullyrða að það sé nokkuð viðtekin skoðun í
íslenskri bókmenntasögu að þessi hugmyndafræði, sem stundum er nefnd
„hamsúnska“, hafi haft mikil áhrif á höfunda eins og Guðmund G. Hagalín