Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 26

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 26
ANDVARI ÁRMANN SNÆVARR 25 nú er, verður því ekki við komið, nema með því að kennurum deildarinnar verði fjölgað, og má raunar segja með sanni, að í Lagadeild haldist ekki í hendur stúdentasæld og kennarafjöldi, því að af upprunalegu deildunum hefur hlutfallslega minnst kennarafjölgun átt sér stað í Lagadeild, þótt hún sé sú deildin, sem brautskráð hefur flesta kandídata. 17 Á námsárum greinarhöfundar við Lagadeild (1964-1969) gegndi Ármann Snævarr embætti háskólarektors en eins og áður var getið um stundaði hann jafnframt kennslu í nokkrum greinum, það er erfða-, sifja- og persónurétti, jafnhliða annasömum stjórnsýslustörfum. Valdimar Stefánsson ríkissaksóknari annaðist á þeim árum stunda- kennslu í refsirétti og Þór Vilhjálmsson, þá borgardómari, stunda- kennslu í almennri lögfræði og réttarsögu, en báðar voru þær greinar á umsjónarsviði Ármanns. Ármann setti sannarlega sinn svip á háskólasamfélagið meðan hann starfaði á þeim vettvangi, og fræðistörfum sinnti hann áfram, árum saman, eftir að hann sneri að öðru starfi, og einnig að formlegum starfsárum loknum, þótt sjóndepurð bagaði hann síðari árin. Hann fékkst nokkuð við stundakennslu í deildinni fyrst eftir að hann lét af embætti hæstaréttardómara. Hann var ætíð þægilegur í samskiptum við nemendur og ég minnist þess t.d., hversu ljúfur hann var og skilnings- ríkur á munnlegum prófum, þar sem hann reyndi að leiða fram það, sem nemandinn átti að vita en gat kannski ekki munað þá í svipinn! Ármann var vissulega eftirminnilegur kennari, líflegur, stórfróður og geislandi af áhuga á viðfangsefnum hvers og eins kennsludags, sem voru eins og hátíðisdagar í huga hans. Sökum anna við stjórnun (eink- um meðan hann var rektor) kvað nokkuð að því, að kennslusundir féllu niður hjá honum og þá stundum með litlum eða jafnvel engum fyrirvara, en ég held að nemendur hafi almennt haft og sýnt skilning á því. Reglan var þá sú, ef kennarinn birtist ekki, að við áttum að sitja í sætum okkar í stundarfjórðung en máttum yfirgefa stofuna að svo búnu ef engin tilkynning hafði borist okkur. Eins og fyrr segir var fróðleikur kennarans mikill og fræðaáhuginn óbilandi. Svo sem vænta mátti flaut þá margt smálegt með í kennsl- unni í bland við mikilvægari atriði. Skil milli aðalatriða og aukaatriða voru þá ekki alltaf skýr, fannst okkur nemendunum, og var okkur þá ætlað að vinsa sjálf úr á eigin ábyrgð. Oftast voru þó „aukaatriðin“ skemmtilegust!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.