Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 109

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 109
108 SVEINN EINARSSON ANDVARI var þarna á leiðinni. Allan þennan áratug og fram eftir þeim fimmta starfar hún mikið fyrir Ríkisútvarpið. Þarna er hún til dæmis Hjördís í Víkingunum á Hálogalandi, Birgit Römer í Landafræði og ást, Hildigunnur í frum- flutningi á Íslandi á Merði Valgarðssyni eftir Jóhann Sigurjónsson, í sínu gamla hutverki, Normu í Vér morðingjar, Jórunn í Bóndanum á Hrauni eftir Jóhann, Þórunn i frumflutningi á Jóni Arasyni eftir séra Matthías, Mærin frá Orleans eftir Schiller og þannig mætti lengi telja. Oftlega er hún einnig leikstjóri, en sá plagsiður að stýra og leika aðalhlutverk um leið hélst of lengi við hér sem víða annars staðar. Þannig leikstýrir hún bæði Tengdamömmu Kristínar Sigfúsdóttur og Swedenhielms eftir Hjalmar Bergman. Iðulega berst mikið bergmál af því lofi sem leikur Soffíu á öldum ljósvakans vekur, bæði í dagblöðunum og t.d. í Útvarpstíðindum. Ein upptaka hefur varðveist; þar leikur hún Steinunni á móti Lofti Lárusar Pálssonar á jólum 1947. Sömuleiðis rak hún eins konar leiklistarskóla í mörg ár og ýtti ýmsu hæfileikafólki úr vör. Í viðtölum við Soffíu mátti iðulega sjá hversu mikið kappsmál henni var að hlúa að nýjum hæfileikum og einnig hversu meðferð íslensks máls var henni mikið hjartans mál. Hlutverk Soffíu Guðlaugsdóttur urðu með árunum býsna mörg og verður hér aðeins getið um nokkur þau helstu. Þannig lék hún frú Beate í leikriti Danans Carls Gandrup, Reikningsskilum, á 20 ára leikafmæli sínu 1937; um- sögn Valtýs Stefánssonar í Morgunblaðinu (11. okt. 1937) er á þeim nótum að önnur eins hástig lýsingarorða höfðu ekki sést síðan frú Stefanía var upp á sitt besta. Beate þessi rifjar upp ævi sína á dánarbeði. Í fyrsta þætti var hún „eins og nývakið blóm sem gæti fölnað á einni hélunótt“, í öðrum þætti „hin draumlynda syrgjandi ekkja“, í þriðja þætti, sem væri hvað formfastastur sé „eldborgin orðin hraun“. Öllum stigum kvenlegrar angistar, ástar og haturs, lýsti Soffía í þessum leik sínum, svo henni skeikaði ekki. Hið íslenska leiksvið stækkaði við þá frammistöðu. Að þessi vígfima leikkona hafði nú lært flókna herlist orrustunnar sést vel á umsögn um leik hennar í leikriti James M. Barries Í annað sinn, sem á frummálinu heitir Dear Brutus, og var flutt um líkt leyti. Þar segir: Það var t.d. eftirtektarvert hvernig Soffía Guðlaugsdóttir gersamlega neitaði sjer um að grípa til hinnar ofsakendu meðferðar sem hún stundum á til. Hún á þarna eitt sitt besta hlutverk (Mbl. 29. des. 1935). Lof var einnig borið á hógværan leik hennar í öðru bresku leikriti, Fyrir- vinnunni eftir Maugham, og rómaður var samleikur þeira Indriða Waage í tveggja manna leikriti sem byggt var á sögu eftir Somin, Návígi; sá leikur var augljóslega einnig á lægri nótunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.