Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 31

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 31
30 PÁLL SIGURÐSSON ANDVARI Vér Háskólans menn lítum á 50 ára starfstímabil Háskólans sem mikilvægt reynslutímabil. Því er nú lokið og Háskólinn sem stofnun hefir náð þeim þroska, að ekki er lengur fært að leita sér afsakana í æsku hans og reynslu- leysi voru. Vér verðum að virða raunsætt starfsemi Háskólans, hagi hans og vanhagi. Háskólinn hefir fram til þessa fremur verið fræðslustofnun en rannsóknarstofnun, þegar litið er á hann sem heild, og miklu meir hefir gætt hugvísinda en raunvísinda hér við Háskólann. Þessi hlutföll hljóta að breytast. Leggja verður sívaxandi áherslu á rannsóknarstarfsemi Háskólans, og ber að stórefla og bæta rannsóknaraðstöðu hér, bæði með því að koma upp rann- sóknarstöðvum og svo með því að bæta til mikilla muna rannsóknar- og vinnuaðstöðu einstakra kennara hér við skólann. Á næsta 50 ára skeiði í sögu Háskólans verða ugglaust svo gagngerar breytingar í starfsemi hans, að í því efni hafa fæst spádómsorð minnsta ábyrgð. Eitt er þó auðsætt: raunvísinda- rannsóknir og háskólafræðsla og þjálfun í þeim mikilvægu greinum mun setja mjög mark sitt á Háskólann til frambúðar. Samkvæmt ósk Háskólans hafa verið samdar ítarlegar og vandlega undirbúnar tillögur um raunvísindastofnun við Háskólann, og mun hin mikla og mikilsmetna gjöf Bandaríkjastjórnar ugglaust flýta mjög fyrir framkvæmd þeirra. Þá hefur verið ákveðið að leggja á næstunni í það stórvirki að reisa Læknadeildarhús, sem mun bæta stórlega aðstöðu Læknadeildar til kennslu og rannsókna, en jafnframt losnar þá all- mikið húsrúm í aðalbyggingu Háskólans, er nota mætti til að bæta rannsókn- ar- og kennsluaðstöðu annarra deilda. Enn er mjög tímabært að kanna frekar en orðið er möguleika á að stofna til kennslu í náttúrufræði eða einstökum greinum hennar, og mjög er orðið brýnt að endurskoða frá stofni þá kennslu, sem veitt er í Háskólanum til BA-prófa, þótt það verði ekki rakið hér frekar. Þá býður fræðileg nauðsyn og heilbrigður þjóðlegur metnaður, að hið fyrsta verði stórbætt aðstaða til rannsókna á íslenskum handritum og í íslenskum fræðum. – Á næstu árum stöndum vér andspænis þeim vanda, hvert beina skuli starfsemi Háskóla vors. Efling skólans þarf að fara fram skipulagsbundið og með langmið í huga. Vinna þarf markvisst að þeirri uppbyggingu. Gera þarf sérfræðilegar áætlanir um þarfir vorar á háskólamenntuðum mönnum á ýmsum sviðum og taka síðan til könnunar um hvert einstakt svið, hvort veita eigi mönnum fræðslu í því hér heima eða eigi. Slíkar áætlanir ættu einnig að taka til eflingar á þeim greinum, sem nú er fengist við. Hér er brýn þörf á heildstæðum, alhliða athugunum, sem unnar væru í náinni samvinnu við ríkisstjórn landsins. Getum vér mikið lært í þessum efnum af frændþjóðinni norsku, en í Noregi hefur verið gripið raunhæft og stórmyndarlega á þessum málum. Vér verðum að efla Háskóla vorn stórum, ef hér á ekki að verða vís- indaleg kyrrstaða og afturför, og er þó raunar full hætta á, að unnið sé fyrir gýg, ef kjör starfsmanna Háskólans verða ekki bætt til mikilla muna. 18 Þessum kröftugu hvatningarorðum beindi háskólarektor að nýstúdent- um við skólasetningu haustið 1962:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.