Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 105

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 105
104 SVEINN EINARSSON ANDVARI gafst henni einmitt tækifæri að sýna það í fyrstu Shakespeare-sýningunni á Íslandi, er hún lék Víólu í Þrettándakvöldi á afmæli skáldsins 23. apríl 1926. Hvernig sem áhorfendur nútímans myndu dæma þessa sýningu, þá verður hún einn af merkisatburðum í íslenskri leiklistarsögu. Dagblaðið Vísir velk- ist ekki í vafa um það og gerir þessum atburði ítarleg skil sem merkisatburði – í þjóðlífinu. Hinn 28. apríl birtist í blaðinu leikrýni eftir G.J. og þar segir rýnirinn: Tjaldið fór upp og leikurinn rann áfram alla leið til enda. Það var Shakespeare sem var sýndur leikinn – borinn uppi af leikurum, ekki af viðvaningum, ekki „af holdsvilja né af mannsvilja“, heldur af list. Það var háfleygasta leikritaskáld allra tíma, sem hérna var framreitt, ekki af leikfélagi, heldur í leikhúsi. Leikrýnirinn segist hafa séð leikinn í Höfn, London, Berlín, Hamborg, Bremen, Frankfurt am Main og Flensborg – hvergi sé Shakespeare jafnmik- ið leikinn og í Þýskalandi – en íslensku leikendurnir hafi staðið fyrir sínu. Hann ber sérstakt lof á Indriða Waage sem stýrði sýningunni, sem og Ágúst Kvaran sem lék fíflið og Brynjólf Jóhannesson sem lék Andrés Bleiknef. Og um Soffíu segir G.J.: Frú Soffía Kvaran leikur Víólu með kvenlegum þokka. Hún er mild og fögur og hreyfingarnar eru dásamlegar. Alþýðublaðið er ekki minna lýrískt. Hinn 26. apríl 1926 segir þar: Leikfélagið er nú búið að reyna þolrifin í sér og það hefur staðist raunina...Leikhús sem getur leikið Shakespeare, getur alt...Aðalatriðið er að vel sé leikið og það er gert. Um Víólu segir að frú Kvaran hafi verið „blíð og fögur og yndisleg til orðs og æðis“. Til er ágæt mynd af Soffíu Guðlaugsdóttur í þessu hlutverki. Sú sýnir okkur fallega, gáfaða unga stúlku, ekki endilega glettilega Víólu, fremur hugsandi eða þunglyndislega en sem samsvarar sér vel í limaburði, andlitið ávalt og sem ættað úr einhverri af myndum Botticellis. Til er önnur mynd af Soffíu í öðru af hennar öndvegishlutverkum þar sem þessir ávölu andlitsdrættir feg- urðar njóta sín ekki síður, það er sem Steinunn í Galdra-Lofti, hlutverki sem við komum síðar að. Augnsvipurinn er sterkur á báðum þessum myndum og var það eitt einkenni á list hennar og allri framkomu. En hvað eftir annað er getið um reisn hennar á leiksviðinu. Á þessum árum var Leikfélag Reykjavíkur mjög siglandi og hafði góðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.