Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 124

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 124
ANDVARI DYSIN, VARÐAN OG VERÐANDIN 123 Gilgames fréttir af Enkídú lætur hann senda yndiskonu til þess að tæla hann til ásta og temja hann. Árangurinn lætur ekki á sér standa. Ástarsambandið við konuna færir hann nær siðmenningunni og þá fer að draga úr honum hinn villimannlega mátt.44 Má ekki allt eins líkja þessu við ferðalagið úr torfkofanum, úr skinnskón- um, úr forarpollunum í holtinu og, enn og aftur, inn í gljáfægt hótellobbí nútímans á Hôtel Splendide?45 Umpólunin milli fortíðar og nútíðar er jafn- vel enn sterkari þegar hugað er að því að þarna á holtinu stóð önnur varða – eða dys – sem segja má að hafi verið gædd gömlum anda. Það var gröf Steinunnar Sveinsdóttur sem dæmd var til dauða ásamt Bjarna Bjarnasyni í Sjöundármálinu á Rauðasandi í Barðastrandarsýslu.46 31. ág. 1805 deyði lífsfanginn Steinunn Sveinsdóttir, 36 ára, frá tugthúsinu, er eftir eins dags legu andaðist snögglega af Apoleksi og sterkri geðsmunahræringu; átti að aftakast í Noregi fyrir framið morð í Barðastrandarsýslu. Dysjuð uppi í Arnarhólsholti.47 Eins og sést í tilvitnuninni hér að ofan lést Steinunn í fangelsinu á Arnarhóli 31. ágúst 1805 áður en yfirvöldum lánaðist að flytja hana til Björgvinjar til aftöku. Meiriháttar flökkusögur spunnust út frá málinu og deilt var um hvort hún hefði raunverulega látist úr geðshræringu, svipt sig lífi eða verið myrt af fangaverði: Gamall Reykvíkingur, séra Pétur á Kálfafellsstað, ritar: „Það er rétt hjá „Þjóðinni“ að Steinunn á Sjöundá dó af geðshræringu. Faðir minn (háyfirdómari Jón Pétursson) sagði mér að hún hefði dottið niður, er hæstaréttardómurinn var lesinn yfir henni. Lygasaga, að Brúnn fangavörður hafi drepið hana vanfæra eftir sig á eitri.48 Vafamál sem tengdust dauða Steinunnar urðu til þess að hún varð að þjóð- sagnapersónu á einni nóttu, útilegukonu handanlífsins. Á þeim tímum var morðingjum ekki ætlaður staður í vígðri mold heldur voru þeir settir niður fjarri helgum reit. Steinunn var dysjuð í nábýli við þá sem orðið höfðu úti á Holtinu og reikuðu þar um í rótlausum ótta. Fólk gekk upp á Arnarhólsholtið í útsýnisferðir til þess að líta yfir sundin og sumir notuðu tækifærið og köst- uðu grjóti að dysinni „til þess að undirstrika vanvirðingu sína á þeim grafna, en aðrir til þess að hlaða brjóstvirki um þessa óhamingjusömu konu“.49 Það hefur lengi verið þjóðsiður að hafa dysjar ekki lengra frá alfaravegi en svo að vegfarendur gætu kastað grjóti í þær. „Þetta var þjóðsiður, að þeir sem eftir lifðu, kynslóð eftir kynslóð sýndu minning þess sem dysjaður var fyrir- litning með því að kasta steini að kumli hans eða hennar“.50 Þarna á holtinu var bersyndugri konu valinn legstaður í byrjun 19. aldar, og þar lá hún grýtt og smáð í meir en hundrað ár, það er allt þangað til að nútím-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.