Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 9

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 9
8 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI tónleikahús í fremstu röð. Allt er þetta reist á því að þorri landsmanna býr nú við sæmileg kjör, miðað við það sem annars staðar gerist. En því fer samt fjarri að lífskjör okkar séu jöfn. Bilið milli hinna ofurríku í samfélaginu og þeirra sem verst standa er hróplegt og við því verður að bregðast. Nú eru teikn á lofti um að fólk sé að vakna til vitundar um að ekki verði lengur við þetta misrétti unað. Það eru þjóðfélagsleg átök framundan, kannski harðari en sést hafa um langt skeið. Þótt þannig séu blikur á lofti í þjóðfélaginu sem jafnan fyrr, er fullveld- isafmælið hátíð, tilefni til að gleðjast og fagna því sem áunnist hefur. Við lifum á öld sem lítur með tortryggni á hyllingu lands og þjóðar, gott ef það telst ekki þjóðremba að játa ættjörðinni sérstaka hollustu. Nú standa átök um það hvort landamæri verði opnuð fyrir stríðum straumi innflytjenda frá öðrum löndum eða settar við hann skorður. Augljóslega þarf örfámenn þjóð að kunna fótum sínum forráð andspænis svo stóru og örlagaríku verkefni. Nágrannaþjóðir, sem þó eru miklu fjölmennari en við, eru nú teknar að setja hömlur á móttöku innflytjenda, - andblæ af þeirri umræðu mátti nema á há- tíðarfundi Alþingis í sumar eins og að framan var vikið að. Hvað sem slíkum ágreiningi líður hljótum við öll að bera djúprættar til- finningar til ættlandsins, sögu þess, menningar og náttúru. Við upphafs- skeið fullveldis var stórskáld þjóðarinnar Einar Benediktsson. Hann gagn- rýndi þjóð sína oft ótæpilega, en leit fósturjörðina engan veginn smáum augum. Í kvæðabók hans frá 1913, Hrönnum, stendur Sóley, langt kvæði um Ísland, „vora drottningu, djúpsins mey“, sem hann nefnir svo. Enn megum við minnast orða þessa skálds um ættjörðina: Um hana hringast hafblámans svið. Hánorðurstjöldin glitra að baki. Svo hátt hún sig ber, undir heiðu þaki, í hrannadunum og straumanið, Föðmuð af ylstraum á eina hlið, á aðra af sæfrerans harðleikna taki, áttvís á tvennar álfustrendur, einbýl, jafnvíg á báðar hendur, situr hún hafsins höfuðmið. Á aldarafmæli fullveldis verðum við að vera „áttvís“ á fleiri álfustrendur, í afleiddri merkingu, en þær tvennar sem skáldið vísar til, svo mjög hefur heimurinn tekið stakkaskiptum. Vonandi berum vð gæfu til þess. Gunnar Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.