Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 41

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 41
40 PÁLL SIGURÐSSON ANDVARI gaf út nokkur rit eftir aðra höfunda með breytingum og viðaukum, sbr. meðal annars Sifjarétt eftir Magnús Jónsson (3. útg. 1950). Hann annaðist útgáfu nokkurra binda af ritinu Landsyfirréttardómar og hæstaréttardómar í íslenskum málum 1802-1873 á vegum Sögufélags. Í nokkur ár sat hann í ritstjórn safnritsins Nordisk domsamling og einnig árum saman í norrænni samstarfsnefnd um útgáfu Tidsskrift for rettsvitenskap. Hann annaðist jafnframt (1965) útgáfu ritsins Erfðalögin nýju frá 1962 ásamt greinargerð fyrir lagafrumvarpinu og reifun íslenskra dóma um erfðaréttarmál. Síðasta bók Ármanns var stórvirkið Hjúskapar- og sambúðarréttur, mjög efnismikið rit (1084 síður), er kom út á vegum Bókaútgáfunnar Codex 2008, þegar höfundurinn var 89 ára að aldri. Við samningu og frágang þessarar stóru handbókar naut Ármann mikilvægrar aðstoðar laganema og annars ungs fólks, sem sýndi þar mikinn dugnað og ná- kvæmni, en þegar hér var komið sögu var sjón Ármanns mjög farið að hraka. Að sögn nákunnugra naut Ármann þess mjög að vera með þessu unga fólki við bókarsmíðina – og það mat einnig félagskapinn við hinn aldna höfund og átti með honum góðar og glaðværar stundir. Ein ritgerð eftir Ármann birtist að honum látnum í fyrrnefndu Heiðursriti hans (2010), og nefnist hún Upphaf borgaralegra hjóna- vígslna á Íslandi. Dómarinn Þess var áður getið, að Ármann Snævarr var skipaður dómari við Hæstarétt Íslands 1. maí 1972 og gegndi því embætti óslitið til 1. nóvember 1984 eða í rúmlega tólf ár. Hann var kjörinn varaforseti Hæstaréttar frá 1. janúar 1976 til ársloka 1977 og forseti Hæstaréttar 1. janúar 1978 til ársloka 1979. Starf hæstaréttardómara er í raun réttri kyrrlátt og með þeim hætti, að einstaka dómarar tjá sig að jafnaði ekki opinberlega um einstök mál, sem þar eru til meðferðar. Þeir tjá sig með dómunum einum. Rétturinn er með sínum hætti lokuð stofnun þótt almenningur eigi að vísu að- gang að áheyrendabekkjum í dómsölunum. Jafnhliða dómarastarfinu stundaði Ármann stundakennslu í nokkrum mæli, bæði í Lagadeild og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.