Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 126

Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 126
ANDVARI DYSIN, VARÐAN OG VERÐANDIN 125 Til að gera sér hugmynd um bæjarlífið á þessum tíma má líta til grein- ar Benedikts Gröndal frá aldamótunum þar sem hann lýsir Reykjavík í Eimreiðinni, „þar sem engin lýsing á Reykjavík [var] til“, eins og hann orð- aði það.55 Benedikt tekur sér myndræna (e. figurative) stöðu á hæsta bletti bæjarins, „sem „Skólavarðan“ stendur á“ og lýsir því sem kemur honum fyrir sjónir.56 Það má heita lýsandi fyrir gelgjuskeið borgarinnar að hann tekur fram – eftir að hafa fjallað um upprunasögu borgarinnar og lýst staðarhátt- um – „að Reykjavík verður hvorki borin saman við stórborgir í útlöndum, né verður henni heldur líkt við hvert smáþorp“.57 Borgin er að ganga í gegnum breytingar og er að vissu leyti fljótandi í eðli sínu. Þó má merkja af lýsing- um hans að fyrstu sprotar nútímans eru að spretta upp í bænum. Gleggstu lýsingar Benedikts eru þær sem snúa að götulífinu í borginni og maður þarf ekki að lesa á milli línanna til að sjá að siðmenntaðir lífshættir eru öllu heldur fólgnir í einhvers konar sýndarmennsku en innræti og andlegri rækt. Benedikt gerir lítið til að fegra aðstæður og segir að þrátt fyrir tilburði fyrirmanna bæjarins til að líkja eftir háttum erlendra menningarþjóða séu tvö öfl ráðandi í götulífinu: götustrákarnir og hrossin. Götubörnin segir hann „öllum lögum undanþegin“ en ber þó hrossunum öllu verri söguna.58 Þau gangi um allar götur og innum opin hlið „eins og maður sé í einhverju Kósakkaþorpi eða Tartarabæli“, og snuðri í öllum „öskuhaugum og rusli, eins og því sé aldrei gefið að éta“.59 Hann lýsir borg þar sem agaleysi ríkir og viljinn til „mennta“ sé yfirborðslegur. Sá vísir að borgarastétt sem kominn er í bæinn einkennist helst af því að snobba fyrir erlendum straumum, segir hann. Allt sé fínt sem komi að utan og það þyki ekki „lítil fremd“ að „líkjast útlendingum“.60 Vandinn er hins vegar sá, segir hann, að Reykvíkingar séu alltaf skrefi á eftir því „móðarnir koma hingað ekki fyr en þeir hafa lifað sitt fegursta utanlands“.61 Framfarir ber einnig á góma sem birtist meðal ann- ars í því að „fínu herrarnir“ gangi með staf til að berja frá sér allt sem er „á eftir tímanum“.62 Það má kannski heita tákn tímanna að Benedikt segi ekki „þverfótað á götunum fyrir mentun“.63 Hann bætir þó við að orðið „mentun“ hafi „orðið allvíðrar merkingar“ og vilji Reykvíkingar geta kallað sig borg- ara með réttu þurfi að hlúa að öðru en því sem fyllir magann. Það þarf að vera hægt að næra andann í „Aþenuborg Íslands“ og eftir tugi blaðsíðna þar sem Benedikt lætur gamminn geisa, oft í flimtingum, færist í hann alvar- legri tónn í niðurlagi greinarinnar.64 Sumt vantar hér enn, sem nauðsynlegt væri að fá. Það er fyrst og fremst opinbert uppboðshús, þar sem nóg rúm væri, svo fólkið komist að og þurfi ekki að standa úti í rigningum og illviðrum, eins og oft hefur viljað til […]. Þá vantar og vinnuhús eða hæli fyrir niðursetninga eða þess konar aumingja, sem altaf er farið illa með, hvað sem sagt er. Svo er sæmileg spítalabygging, bygging fyrir „söfnin“, eins og tíðkast alstaðar, þar sem menn vita af sjálfum sér […]. En ef nokkuð væri til, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.