Andvari - 01.01.2018, Blaðsíða 110
ANDVARI SOFFÍA GUÐLAUGSDÓTTIR LEIKKONA 109
Smám saman skýrist mynd þessarar mikilhæfu leikkonu og augljósara
verður vænghaf hennar. Þegar sýna á Fjalla-Eyvind árið 1940, kveður eitt
blaðið upp úr um það, að Soffía sé eina leikkonan sem komi til greina fyrir
hlutverk Höllu, hún hafi
styrk og dýpt skapgerðarinnar, eld tilfinninganna, smekk og kunnáttu flestum
fremur og jafnframt ytri persónuleika. Hróður hennar vaxi af þessu hlutverki.
(Guðni Jónsson, Mbl. 4. febr.)
Manni verður hugsað til smæðar hins íslenska leikhúss á þessum árum.
Hversu gaman hefði ekki verið að sjá Soffíu Guðlaugsdóttur kljást við kven-
hetjur grísku fornskáldanna ellegar fleiri konur hjá Shakespeare – svo ekki
sé minnst á Ibsen; orðrómur var á kreiki um að henni hafi verið ætlað hlut-
verk Heddu Gabler hjá Leikfélaginu á stríðsárunum; en norska leikkonan
Gerd Grieg sem stýrði leiknum lék hins vegar hlutverkið þegar til kastanna
kom.
Þau hlutverk sem nú hafa verið talin hafði hún unnið undir leikstjórn
Haralds Björnssonar eða Ragnars Kvarans sem var aftur kominn til starfa
fyrir Leikfélagið, þó að hans nyti of skammt við. En á fimmta áratugnum
er Lárus Pálsson kominn til sögunnar sem leiðandi afl. Soffía leikur að vísu
Margréti í Veislunni á Sólhaugum öðru sinni og í þetta sinn í leikstjórn frú
Grieg; sú sýning var á vegum Norræna félagsins. Í samvinnu við Lárus þótti
Soffía minnisstæð sem hin dularfulla ungfrú Kirkby í leikritinu Á flótta,
sem lýsti atburðum dagsins í upphafi stríðs, og svo er hún ein af hinum
giftu eða ógiftu eiginkonum í gamanleik Priestleys Gift eða ógift. Lárus
Sigurbjörnsson sagði í umsögn um þann leik, að hún og Haraldur hefðu látið
þar „öllum leikaralátum“; í annarri umsögn er hún sögð „skemmtilegust“.
Greinarhöfundur sá þessa sýningu og man eiginlega ekkert nema Soffíu;
hún lék hlutverk sitt með hárbeittum meinhæðnum húmor.
Margir munu þó ekki síst minnast Soffíu í fyrstu íslensku uppfærslunni
á Skálholti Kambans. Greinarhöfundur hefur sett fram þá hugmynd, að
Kamban hafi mótað stolt skaplyndi Ragnheiðar Brynjólfsdóttur eftir nútíma-
konunni Soffíu Guðlaugsdóttur. Víst er um það, að Soffía fór með Guðmundi
í þau ferðalög sem hann taldi sér nauðsyn, í Bræðratungu og til Skálholts og
víðar, þegar þetta mikla efni fór að brjótast um í sinni hans. En síðan voru
liðin tæp tuttugu ár. Nú fór Soffía Guðlaugsdóttir með hlutverk Helgu mat-
rónu Magnúsdóttur, einnar rismestu kvenlýsingu i íslenskum leikskáldskap
og þótti bera af öðrum leikendum, sem þó unnu góða leiksigra.
Hún steig í síðasta sinn á leiksvið með þeim Önnu Borg, Poul Reumert
og Mogens Wieth vorið 1947 í Dauðdansinum eftir Strindberg. Fyrr það ár
hafði hún staðið í fararbroddi með félögum sínum er henni var falið að flytja