Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2018, Page 110

Andvari - 01.01.2018, Page 110
ANDVARI SOFFÍA GUÐLAUGSDÓTTIR LEIKKONA 109 Smám saman skýrist mynd þessarar mikilhæfu leikkonu og augljósara verður vænghaf hennar. Þegar sýna á Fjalla-Eyvind árið 1940, kveður eitt blaðið upp úr um það, að Soffía sé eina leikkonan sem komi til greina fyrir hlutverk Höllu, hún hafi styrk og dýpt skapgerðarinnar, eld tilfinninganna, smekk og kunnáttu flestum fremur og jafnframt ytri persónuleika. Hróður hennar vaxi af þessu hlutverki. (Guðni Jónsson, Mbl. 4. febr.) Manni verður hugsað til smæðar hins íslenska leikhúss á þessum árum. Hversu gaman hefði ekki verið að sjá Soffíu Guðlaugsdóttur kljást við kven- hetjur grísku fornskáldanna ellegar fleiri konur hjá Shakespeare – svo ekki sé minnst á Ibsen; orðrómur var á kreiki um að henni hafi verið ætlað hlut- verk Heddu Gabler hjá Leikfélaginu á stríðsárunum; en norska leikkonan Gerd Grieg sem stýrði leiknum lék hins vegar hlutverkið þegar til kastanna kom. Þau hlutverk sem nú hafa verið talin hafði hún unnið undir leikstjórn Haralds Björnssonar eða Ragnars Kvarans sem var aftur kominn til starfa fyrir Leikfélagið, þó að hans nyti of skammt við. En á fimmta áratugnum er Lárus Pálsson kominn til sögunnar sem leiðandi afl. Soffía leikur að vísu Margréti í Veislunni á Sólhaugum öðru sinni og í þetta sinn í leikstjórn frú Grieg; sú sýning var á vegum Norræna félagsins. Í samvinnu við Lárus þótti Soffía minnisstæð sem hin dularfulla ungfrú Kirkby í leikritinu Á flótta, sem lýsti atburðum dagsins í upphafi stríðs, og svo er hún ein af hinum giftu eða ógiftu eiginkonum í gamanleik Priestleys Gift eða ógift. Lárus Sigurbjörnsson sagði í umsögn um þann leik, að hún og Haraldur hefðu látið þar „öllum leikaralátum“; í annarri umsögn er hún sögð „skemmtilegust“. Greinarhöfundur sá þessa sýningu og man eiginlega ekkert nema Soffíu; hún lék hlutverk sitt með hárbeittum meinhæðnum húmor. Margir munu þó ekki síst minnast Soffíu í fyrstu íslensku uppfærslunni á Skálholti Kambans. Greinarhöfundur hefur sett fram þá hugmynd, að Kamban hafi mótað stolt skaplyndi Ragnheiðar Brynjólfsdóttur eftir nútíma- konunni Soffíu Guðlaugsdóttur. Víst er um það, að Soffía fór með Guðmundi í þau ferðalög sem hann taldi sér nauðsyn, í Bræðratungu og til Skálholts og víðar, þegar þetta mikla efni fór að brjótast um í sinni hans. En síðan voru liðin tæp tuttugu ár. Nú fór Soffía Guðlaugsdóttir með hlutverk Helgu mat- rónu Magnúsdóttur, einnar rismestu kvenlýsingu i íslenskum leikskáldskap og þótti bera af öðrum leikendum, sem þó unnu góða leiksigra. Hún steig í síðasta sinn á leiksvið með þeim Önnu Borg, Poul Reumert og Mogens Wieth vorið 1947 í Dauðdansinum eftir Strindberg. Fyrr það ár hafði hún staðið í fararbroddi með félögum sínum er henni var falið að flytja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.