Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2018, Page 72

Andvari - 01.01.2018, Page 72
ANDVARI SJÁLFBÆRT FÓLK? 71 ber upp sömu spurningar og Gróður jarðar en kemst að andstæðum niður- stöðum, eins og Halldór orðar það sjálfur í eftirmála við aðra útgáfu sögunn- ar,7 hvaða ályktanir getum við þá dregið um viðhorf sögunnar og höfundar hennar til umhverfisins og tengsla manns og moldar í dag? Sjálfbærnin og Sjálfstætt fólk Ég held að það geti verið gagnlegt að rýna í Sjálfstætt fólk út frá hugtakinu sjálfbærni. Það getur reyndar verið snúið að finna eina skilgreiningu þess hugtaks sem allir eru sammála um, en við getum byrjað á þeirri sem sett var fram í skýrslu Brundtland-nefndarinnar svokölluðu árið 1987: „Sjálfbær þróun er sú sem gerir okkur kleift að mæta þörfum okkar án þess að stefna í voða möguleikum komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.“8 Jafnan er litið svo á að grunnstoðir sjálfbærni séu þrjár, sú vistfræðilega, sú fjárhags- lega og sú félagslega. Sjálfbærni tengist öllum sviðum samfélagsins, ekki síst framleiðslugreinum eins og landbúnaði. Bandaríska landbúnaðarráðu- neytið skilgreinir sjálfbæran landbúnað þannig: Hugtakið sjálfbær landbúnaður vísar til samþætts kerfis plöntu- og dýraframleiðslu sem bundin er ákveðnum svæðum sem munu til langs tíma: Fullnægja þörfum manneskjunnar fyrir mat og trefjar; bæta gæði þess umhverfis og náttúruauðlinda sem hagkerfi landbúnaðarins byggist á; nýta á sem hagkvæmastan hátt óendur- nýjanlegar náttúruauðlindir og auðlindir á býlinu og samþætta, þar sem hægt er, náttúruleg lífræn ferli; viðhalda hagkvæmni búskapar; og bæta lífsgæði bænda og samfélagsins í heild.9 Sjálfbærnin felst ekki bara í því að viðhalda auðlindum sem tilheyra búskap, heldur einnig að nýta þær auðlindir sem finnast á tilteknu landsvæði á sem hagkvæmastan hátt. Þetta er lykilatriðið í búskap Bjarts í Sumarhúsum eins og síðar verður komið að. Hugtökin sjálfbærni og sjálfbær þróun voru ekki til á ritunartíma Sjálfstæðs fólks. En tengsl manns og náttúru urðu viðfangsefni bókmennta og bók- menntasögu löngu áður en sjálfbærnihugsunin kom til. Íslenskir fræðimenn sem fjallað hafa um bókmenntir millistríðsáranna hafa bent á að í íslenskum sagnaskáldskap þeirra tíma sé áberandi tilhneiging til að upphefja samband manns og náttúru í gegnum landbúnað. „Þannig fékk landbúnaðurinn með dularfullum hætti guðfræðilegt gildi á árunum milli stríða …“ segir Árni Sigurjónsson í bók sinni um verk Halldórs á fjórða áratugnum.10 Ég held að það sé óhætt að fullyrða að það sé nokkuð viðtekin skoðun í íslenskri bókmenntasögu að þessi hugmyndafræði, sem stundum er nefnd „hamsúnska“, hafi haft mikil áhrif á höfunda eins og Guðmund G. Hagalín
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.