Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 4
aFSaKIð ÞETTa SMÁRæðI!
3
leitast við að draga fram hvernig póstfemínisminn er hluti af þriðju bylgju
femínisma og hvernig hann sem slíkur hefur áhrif á fjórðu bylgjuna þrátt
fyrir að hugmyndaheimur hans geti hljómað annarlega í ljósi aðgerðar-
stefnu Metoo-bylgjunnar. alda Björk sýnir fram á hvernig eitt af einkennum
femínismans er samræða og mótþrói við kynslóðina sem kemur á undan og
fjallar sérstaklega um viðhorf stefnunnar til kynfrelsis kvenna, skoðar klám-
væðingu í poppmenningu og uppgjörið við Playboy kónginn Hugh Hefner.
Þá greinir alda Björk hina vinsælu þáttaröð Sex and the City með hliðsjón af
kynvitund, kyngervi og viðhorfum til einhleypu konunnar um síðustu alda-
mót og ber saman við framhaldsþáttaröðina And Just Like That ….
Leiksagan Systu megin eftir Steinunni Sigurðardóttur er viðfangsefni
guðrúnar Steinþórsdóttur í greininni „Dósafríða, flandrari og hrjáð dótt-
ir“. Hún beinir sjónum að Systu, aðalpersónu sögunnar, og ræðir um hana
sem flandrara og þá samfélagslegu útskúfun og skömm sem hún upplifir
vegna fátæktar. Þá skoðar guðrún sérstaklega hvernig samfélagið og fjöl-
skyldutengsl Systu hefta frelsi hennar og ýta undir að hún gegni tilteknum
hlutverkum. Í greiningu á verkinu dregur guðrún auk þess fram hvernig
Steinunn nýtir sér ýmis einkenni hrollvekjuhefðarinnar til að varpa ljósi á
vanræksluna sem Systa má þola af hálfu móður sínar og greinir, með hlið-
sjón af leiksögunni, hvernig áföll í bernsku geta haft alvarleg og langvarandi
áhrif á líf einstaklings.
arnfríður guðmundsdóttir leggur áherslu á upphafsár femínískrar guð-
fræði í greininni „Fitjað upp á nýtt“, þegar önnur bylgja femínismans gerði
atlögu að hugmyndafræði og áhrifum feðraveldisins í vestrænum samfélög-
um. Hún gengur út frá þeirri staðhæfingu að femínísk gagnrýni hafi orsakað
þáttaskil í kristinni guðfræðiumræðu á Vesturlöndum og breytt henni til
framtíðar. arnfríður ræðir um helstu áherslur femínískrar nálgunar innan
guðfræðinnar og þá gagnrýni sem frumkvöðlar hennar settu fram á hefð-
bundna guðfræðiumræðu, sem hafði í tæp tvö þúsund ár verið að stórum
hluta skrifuð af körlum – fyrir karla.
Í greininni „grænn femínismi. Vistfemínískir þræðir í íslenskri umhverf-
ispólitík“ fjallar unnur Birna Karlsdóttir um nokkur meginatriði í hug-
myndafræði vistfemínisma og hvernig þessarar stefnu hefur gætt hérlendis í
umræðu um jafnréttismál og umhverfisvernd. Hún skoðar upphaf vistfemín-
isma á Íslandi eins og hann birtist í rituðum heimildum og horfir til upphafs
hugmyndastefnunnar hér á landi með hliðsjón af því hvaða hugmyndir voru
þar ofarlega á baugi og kannar hvort finna megi áhrif vistfemínisma í stefnu
stjórnvalda í umhverfismálum á síðustu árum. Rannsókn unnar Birnu af-