Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Síða 6
Ásdís Helga Óskarsdóttir
„leiðin er innávið og uppímóti“.
Fjórða bylgja femínismans
og íslenskar kvennabókmenntir1
1. Inngangur
Árið 1980 birti Svava Jakobsdóttir grein sína, „Reynsla og raunveruleiki
kvenna. Nokkrir þankar kvenrithöfundar“. Greinin hefst á upphafi óklár-
aðrar smásögu sem segir frá konu sem er ein á gangi eftir myrkur. Hún
mætir karlmanni og ákveður að ganga yfir götuna en hann fer sömu leið og
er fljótari en hún. Hann stígur í veg fyrir hana og ítrekar fyrir henni að hann
muni ekki gera henni mein vegna þess að hann sé ekki þess háttar karlmaður.
Þegar hún reynir að komast fram hjá honum stígur hann í veg fyrir hana á
nýjan leik og hún æpir upp yfir sig af skelfingu. Upphafið sækir Svava í eigin
reynslu þar sem hún var ein á ferð í Stokkhólmi eftir að dimma tók og var á
gangi í átt að hóteli þar sem hún gisti. Hún mætti ókunnugum karlmanni og
gekk í kjölfarið „skáhallt yfir götuna og reyndi að sýnast róleg“2 Hún lýsir
því í smásögunni, með aðferðum fantasíunnar, hvernig hegðun mannsins
endurspeglar innhverfðan reynsluheim konunnar í þessum aðstæðum – og
1 Greinin er byggð á MA-ritgerð höfundar í íslenskum bókmenntum frá árinu
2019. Sjá Ásdís Helga Óskarsdóttir, „„leiðin er innávið og uppímóti“. Um fjórðu
bylgju femínismans og íslenskar kvennabókmenntir“, meistararitgerð í íslenskum
bókmenntum, Skemman, 2019, sótt 26. október 2021 af https://skemman.is/
handle/1946/32686. Ritrýnum og ritstjórum er þakkað fyrir ábendingar og athuga-
semdir.
2 Svava Jakobsdóttir, „Reynsla og raunveruleiki. Nokkrir þankar kvenrithöfundar“,
Konur skrifa. Til heiðurs Önnu Sigurðardóttur, ritnefnd Valborg Bentsdóttir, Guðrún
Gísladóttir og Svanlaug Baldursdóttir, Reykjavík: Sögufélag, 1980, bls. 221–230,
hér bls. 222.
Ritið
2. tbl. 22. árg. 2022 (5-48)
Ritrýnd grein
© 2022 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.22.2.1
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).