Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Qupperneq 7
ÁSDÍS HelGA ÓSkARSDÓTTIR
6
hvernig sú hegðun hafi virst fjarstæðukennd en var þrátt fyrir allt möguleg
á þeirri stundu sem hún mætti þessum ókunnuga karlmanni í Stokkhólmi.
Ótti við þessa hegðun er því órjúfanlegur hluti kvenlægrar reynslu.3
Óttinn er enn til staðar þótt langt sé um liðið síðan grein Svövu birtist
og ekki að ástæðulausu. Á haustmánuðum 2021 birtist til að mynda frétt um
að nítján hafi leitað sér aðstoðar hjá neyðarmóttöku vegna hópnauðgana á
árinu.4 Þá hefur mikil umræða myndast á samfélagsmiðlinum Twitter þar
sem fólk deilir reynslu sinni af því að hafa verið byrlað ólyfjan á næturlífinu.5
Sú umræða kemur í kjölfar annarrar bylgju #MeToo á Íslandi sem segja má
að hafi hafist um vorið 2021 en sú fyrri á haustmánuðum 2017.6
Femínískri þjóðfélagsumræðu hefur vaxið fiskur um hrygg síðustu ár.
Breski bókmenntafræðingurinn Nicola Rivers velti því fyrir sér í bók sinni
Postfeminism(s) and the arrival of the fourth wave (2017) hvort aukin femínísk
umræða í fjölmiðlum og poppkúltúr gæti verið til merkis um að fjórða bylgja
femínismans væri að taka á sig mynd.7 ekki ríkir fræðileg samstaða um það
en hér verður reynt að færa rök fyrir því að fjórða bylgja femínismans hafi
hugsanlega numið land á Íslandi árið 2009 og að hún hafi verið í mótun jafnt
og þétt síðan. líkamlegt myndmál í kvennabókmenntum á Norðurlöndum
hefur jafnframt sótt í sig veðrið síðustu ár, rétt eins og kynferðis- og sjálfs-
vitundarþemu.8 eins og Åsa Arping bendir á í grein sinni „krop + Sprog =
Politik“ (2017) er samspil líkama og hugar ungum, dönskum skáldkonum
hugleikið sem endurspeglast til dæmis í sjálfsævisögulegum verkum og
blöndun listmiðla.9 Skáldskapur þeirra hverfist gjarnan um hinn lifandi lík-
3 Sama heimild, bls. 228.
4 Birna Dröfn Jónasdóttir, „Nítján leitað hjálpar vegna hópnauðgunar í ár“, Frettabla-
did.is, 26. október 2021, sótt 26. október 2021 af https://www.frettabladid.is/frettir/
nitjan-leitad-hjalpar-vegna-hopnaudgunar-i-ar/ .
5 Hulda Hrund Sigmundsdóttir, „Hvar varst þú statt …“, Twitter, 24. október 2021, sótt
26. október 2021 af https://twitter.com/hulda_hrund/status/1452342309782229007.
6 Arnar Þór Ingólfsson, „Þögnin rofin á ný“, Kjarninn, 8. maí 2021, sótt af https://
kjarninn.is/skyring/thognin-rofin-a-ny/ þann 30. október 2021; Andri Yrkill Vals-
son, „Þolendur stíga fram – „í þögguninni þrífst ofbeldi““, RÚV, sótt 30. október
2021 af https://www.ruv.is/frett/2021/05/06/tholendur-stiga-fram-i-thogguninni-
thrifst-ofbeldi.
7 Nicola Rivers, Postfeminism(s) and the Arrival of the Fourth Wave. Turning Tides,
Cheltenham: Palgrave Macmillan, 2017, bls. 1, 7.
8 Åsa Arping, „krop + sprog = politik. Nordisk lyrik ved århundredskiftet“, Nor-
disk kvindelitteraturhistorie. Over alle grænser 1990-2015, ritstjóri Anne-Marie Mai,
Odense: Syddanske Universitetsforlag, 2017, bls. 179–195, hér bls. 179.
9 Sama heimild, bls. 182-183. Arping nefnir skáldkonurnar Olgu Ravn (1986), Amalie