Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 8
„leIðIN eR INNÁVIð OG UPPÍMÓTI“.
7
ama og kvenlægan reynsluheim.10 Hér verður litið á valin dæmi úr íslenskum
kvennabókmenntum með hliðsjón af myndmáli sem tekur til líkamans og
aðdraganda fjórðu bylgju femínismans í íslensku samfélagi.
Bókmenntadæmin eru afmörkuð við skáldkonur sem fæddar voru á ár-
unum 1970-1995. Það er gert vegna þess að sá aldurshópur hefur alist upp
við aðra bylgju femínismans, þriðju bylgjuna og póstfemínismann. ekki er
ætlunin að gera öllum skáldkonum úr þessum aldurshópi og femínískum
verkum þeirra tæmandi skil og því verður lögð áhersla á valin ljóð og smá-
sögur Svikaskálda, hópi skáldkvenna sem fæddar eru á árunum 1981-1992.
Að auki verða valin dæmi úr skáldskap Auðar Jónsdóttur (1970) og ljóð
kristínar eiríksdóttur (1981) tekin til athugunar. Sjónum verður beint að
líkamlegu myndmáli í ljósi þess að femínískar aðgerðir nútímans snúast svo
mjög um líkamann og sjálfsyfirráðarrétt kvenna yfir honum. Í því samhengi
vega eftirfarandi atriði þungt: fegurðarkröfur og fullkomnunarárátta sem
heftandi samfélagslegar kröfur til kvenna, ótti þeirra við ofbeldi, reiðin sem
birtist í umræðu um skömm sem þolendur upplifa í kjölfar kynferðisofbeldis
og uppgjör þeirra við allt ofantalið. Reiðin er nýtt til þess að marka yfirráða-
svæði, að „taka sér pláss“ í karlmiðuðu samfélagi, og rýnt er í samtal skáld-
kvenna við fyrri kynslóðir kvenna með framangreind atriði í huga.
Í þessari grein er skoðað hvernig nýlegar kvennabókmenntir framan-
greinds aldurshóps endurspegla aukna femíníska þjóðfélagsumræðu í nú-
tímanum. Þá verða einkenni póstfemínisma skoðuð og stiklað á stóru um
áherslur og ávinninga fyrstu, annarrar og þriðju bylgju femínismans til þess
að geta í stuttu máli dregið upp sögulegt landslag þeirra bókmenntadæma
sem hér verða tekin til athugunar. Ætlunin er sannarlega ekki að gera ís-
lenskri kvenfrelsisbaráttu tæmandi skil heldur frekar að sýna fram á að fjórða
bylgja femínismans sé í raun hafin, að hún sprettur ekki upp úr tómarúmi
og að aðdragandi hennar eigi rætur að rekja allt til hinnar fyrstu. Fyrst er þó
vert að gera grein fyrir þeirri bylgjuskiptingu sem miðað er við.
1.1 Bylgjuskipting
Í greininni „Að gera til að verða. Persónusköpun í íslenskri kvennabaráttu“
(1994) eftir Sigríði Dúnu kristmundsdóttur kemur fram að fyrsta tímabil
íslenskrar kvennahreyfingar vari frá 1870-1926 en eftir það sé lítil hreyfing
Smith (1985) og Asta Olivia Nordenhof (1988) sem dæmi í þessu samhengi. Olga
Ravn fjallar um móðurhlutverkið í verki sínu Mit arbejde (2020) og Amalie Smith
blandar gjarnan ljósmyndun, poppkúltúr og gjörningalist saman við skáldskap sinn.
10 Sama heimild, bls. 180.