Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Síða 9
ÁSDÍS HelGA ÓSkARSDÓTTIR
8
á baráttunni þangað til annað tímabil hefst, frá 1970-1980, en hið þriðja „frá
1980 fram á þennan dag“.11 Bergljót Soffía kristjánsdóttir, Guðrún Stein-
þórsdóttir og Sigrún Margrét Guðmundsdóttir skilgreina bylgjuskiptinguna
einnig á þann veg að fyrsta bylgja hefjist „á miðri nítjándu öld“ og vari „fram
á miðjan þriðja áratug síðustu aldar“12 og benda jafnframt á að upphaf ann-
arrar bylgju megi rekja til ársins 1970 en að þriðja bylgjan reki upphaf sitt
til ársins 1990.13
Hér verður tekið undir það að tímabil fyrstu bylgjunnar sé frá síðari
hluta nítjándu aldar og fram á þriðja áratug síðustu aldar. Í fyrstu bylgjunni
náðist árangur í baráttu fyrir borgaralegum réttindum auk þess sem konur
sameinuðust í stofnun ýmissa samtaka um einstök hagsmunamál.14 konur
hlutu kosningarétt og kjörgengi, fyrst árið 1915 öllum konum yfir fertugu
til handa, rétt til þess að mennta sig, ásamt því að fyrsta verkakvennafélagið
var stofnað á árið 1914.15 kvenfrelsiskonan Bríet Bjarnhéðinsdóttir stofnaði
kvenréttindafélag Íslands árið 190716 og kvennaframboð var stofnað ári
síðar. Í fyrstu bylgjunni buðu konur fram lista til alþingiskosninga og Ingi-
björg H. Bjarnason komst á þing árið 1922, fyrst íslenskra kvenna.17 kyn-
ferðismál voru ekki á dagskrá á þessari bylgju heldur voru þau tekin upp í
annarri bylgju femínismans18 sem hér er gert ráð fyrir að hefjist upp úr 1960
með hinum miklu félagslegu hræringum á Vesturlöndum á þeim áratug og
útgáfu bókar Betty Friedan, The Feminine Mystique (1963).19
11 Sigríður Dúna kristmundsdóttir, „Að gera til að verða. Persónusköpun í íslenskri
kvennabaráttu“, Fléttur 1. Rit rannsóknastofu í kvennafræðum, ritstjórar Ragnhildur
Richter og Þórunn Sigurðardóttir, Reykjavík: Rannsóknastofa í kvennafræðum, Há-
skóli Íslands og Háskólaútgáfan, 1994, bls. 87–114, hér bls. 89–91
12 Bergljót Soffía kristjánsdóttir, Guðrún Steinþórsdóttir og Sigrún Margrét Guð-
mundsdóttir, „„eins og að reyna að æpa í draumi.“ Inngangur að þema“, Ritið
3/2018, , bls. 1–15, hér bls. 7.
13 Sama heimild, bls. 9.
14 Sigríður Dúna kristmundsdóttir, „Að gera til að verða“, bls. 90–92.
15 erla Hulda Halldórsdóttir, Ragnheiður kristjánsdóttir og Þorgerður H. Þorvalds-
dóttir, „1916 – Hún fór að kjósa“, Konur sem kjósa. Aldarsaga, ritstjórar erla Hulda
Halldórsdóttir, kristín Svava Tómasdóttir, Ragnheiður kristjánsdóttir og Þor-
gerður H. Þorvaldsdóttir, Reykjavík: Sögufélag, 2020, bls. 33–89, hér bls. 73.
16 Sama heimild, bls. 67.
17 erla Hulda Halldórsdóttir, kristín Svava Tómasdóttir, Ragnheiður kristjánsdóttir
og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, „Rétthæstar allra?“, Konur sem kjósa. Aldarsaga,
Reykjavík: Sögufélag, 2020, bls. 15–27, hér bls. 18.
18 Bergljót Soffía kristjánsdóttir, Guðrún Steinþórsdóttir og Sigrún Margrét Guð-
mundsdóttir, „„eins og að reyna að æpa í draumi““, bls. 7–8.
19 Bókin náði til norrænna lesenda fram eftir sjöunda áratugnum, meðal annars með