Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Síða 10
„leIðIN eR INNÁVIð OG UPPÍMÓTI“.
9
Önnur bylgjan hefur verið rakin til The Feminine Mystique20 sem hafði
í för með sér öfluga kvennasamstöðu og vitundarvakningu um samfélags-
lega stöðu þeirra þar sem slagorðið „hið persónulega er pólitískt“ einkenndi
tímabilið.21 Rauðsokkahreyfingin var svo stofnuð hér á landi árið 1970 sem
var róttæk bæði í umræðum og aðgerðum og „áhrifamesti gerandinn í þeirri
upppstokkun á kynjakerfinu sem hrundið var af stað á áttunda áratugnum.“22
Hreyfingin lét til sín taka í rétti kvenna til þess að ráða yfir eigin líkama og
lífi,23 en konur voru á þessum tíma að koma auga á margþætt kvennamis-
rétti á öllum sviðum samfélagsins, eins og Dagný kristjánsdóttir hefur bent
á.24 Rauðsokkahreyfingin mótmælti fegurðarsamkeppnum af miklum krafti,
barðist fyrir auknu aðgengi að getnaðarvörnum og rétti kvenna til þung-
unarrofs.25 Hópur úr hreyfingunni umskrifaði danska fræðsluritið Kvinde,
kend din krop (1975), sem nefnist Nýi kvennafræðarinn – handbók fyrir konur
á öllum aldri (1981) á íslensku. Bókin vakti mikið umtal og þótti talsvert
stuðandi en þar eru margvísleg málefni tengd líkamanum tekin fyrir; svo
sem kynfæri, blæðingar, meðganga, fæðingar, kynferðisofbeldi og konur sem
kynverur; sem lítið hafði verið fjallað um áður.26 kvennasögusafn Íslands
var stofnað árið 1975 og kvennafrídagurinn 24. október var haldinn sama
ár. Þá lögðu konur niður störf á vinnumarkaði, heimili og skólastofum og
héldu baráttufund á lækjartorgi í Reykjavík.27 Bókmenntir kvenna skiptu
danskri þýðingu sem kom út árið 1964 (dk. Farvel kvindesag?), norskri þýðingu árið
1967 (nk. Myten om kvinnen) og sænskri árið 1968 (sv. Den feminina mystiken).
20 Alda Björk Valdimarsdóttir, Jane Austen og ferð lesandans. Skáldkonan í þremur kvenna-
greinum samtímans, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2018, bls. 135–136.
21 Sue Thornham, „Second Wave Feminism“, The Routledge Companion to Feminism
and Postfeminism, ritstjóri Sarah Gamble, london, New York: Routledge, 2001, bls.
29–42, hér bls. 30.
22 Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, „1974 – Þær þorðu, vildu og gátu“, Konur sem kjósa.
Aldarsaga, ritstjórar erla Hulda Halldórsdóttir, kristín Svava Tómasdóttir, Ragn-
heiður kristjánsdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir. Reykjavík: Sögufélag, 2020,
bls. 400–464, hér bls. 440.
23 Bergljót Soffía kristjánsdóttir, Guðrún Steinþórsdóttir og Sigrún Margrét Guð-
mundsdóttir, „„eins og að reyna að æpa í draumi““, bls. 8.
24 Dagný kristjánsdóttir, „eftirmáli – en ekki endir“, Á rauðum sokkum. Baráttukonur
segja frá, ritstjóri Olga Guðrún Árnadóttir, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Há-
skóla Íslands, Háskólaútgáfan, bls. 418–426, hér bls. 419.
25 Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, „1974 – Þær þorðu, vildu og gátu“, bls. 444–445.
26 Sama heimild, bls. 446; Ingibjörg Þórisdóttir, „kvennafræðarinn“, Hugrás. Vefrit
Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, 29. apríl 2013, sótt 10. nóvember 2018 af https://
hugras.is/2013/04/kvennafraedarinn/.
27 Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, „1974 – Þær þorðu, vildu og gátu“, bls. 400, 452.