Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Síða 11
ÁSDÍS HelGA ÓSkARSDÓTTIR
10
máli í baráttu þeirra28 eins og kvennabókmenntarannsóknir Helgu kress og
viðtökur þeirra sýndu á áttunda áratugnum.29 Þá má einnig nefna að Rauð-
sokkahreyfingin naut jafnframt stuðnings skáldkvennanna Svövu Jakobs-
dóttur og Vilborgar Dagbjartsdóttur.30
Hér verður miðað við að þriðja bylgjan reki upphaf sitt til níunda áratug-
arins, ekki síst til starfsloka Rauðsokkahreyfingarinnar árið 1982 og stofn-
un kvennaframboðs sama ár. Í þessari grein er gert ráð fyrir því að þriðja
bylgja sé tvískipt og að hún nái yfir tímabilið 1980-2009. Í því sambandi er
annars vegar átt við þriðju bylgju femínismans í tengslum við þá opinberu
ávinninga sem náðust á tímabili hennar. kvennaathvarfið var stofnað árið
1982 og Stígamót árið 1989, konur héldu áfram að taka þátt í stjórnmálum
í krafti samstöðu, eins og bæði kvennaframboðið og kvennalistinn (1983)
sýndu, auk þess sem byrjað var að kenna kvennafræði við Háskóla Íslands
árið 1996, svo dæmi séu nefnd.31 Femínistafélagi Íslands var einnig komið á
fót árið 2003 en félagið beindi sjónum sínum að staðalímyndum kynjanna,
klámvæðingu og „kvenlægingu hins svokallaða „góðæris““.32 Hinsvegar er
vísað til póstfemínismans sem hluta af þriðju bylgjunni33 og hér verður lögð
áhersla á hann. Pólitískar sviptingar sem fólust í uppsveiflu hægrisinnaðra
stjórnvalda á Vesturlöndum eru stór áhrifaþáttur í þessu sambandi en um
28 Sama heimild, bls. 460.
29 Helga kress er brautryðjandi í íslenskum kvennabókmenntarannsóknum, en á
árunum 1975, 1976 og 1977 birti hún þrjár femínískar bókmenntafræðigreinar í
Skírni. Árið 1977 gaf hún einnig út bókina Draum um veruleika, smásagnasafn eftir
íslenskar skáldkonur frá 19. öld fram til útgáfuársins með ítarlegum inngangi um
íslenskar kvennabókmenntir. Skírnisgreinarnar ollu talsverðu fjaðrafoki en urðu
einnig til þess að virkja kvennabókmenntarannsóknir hérlendis (Dagný kristjáns-
dóttir, Kona verður til, bls. 23–24). Svo dæmi sé nefnt um viðtökur rannsókna Helgu
má nefna grein Vésteins lúðvíkssonar, „Mikil vísindakona smíðar sér karldjöful“,
Tímarit Máls og menningar, 1976, bls. 70–87. Vésteinn birti greinina til þess að
bregðast við grein Helgu frá 1975 sem fjallaði um skáldsögu hans Gunnar og Kjartan
(1971-1972) og bar heitið: „kvenlýsingar og raunsæi. Með hliðsjón af Gunnari og
kjartani eftir Véstein lúðvíksson“, Skírnir, 1975, bls. 73–112. Þar fjallar Helga um
kvenlýsingar í bók Vésteins og samband þeirra við raunsæi. Vésteinn tekur býsna
sterkt til orða í upphafi greinar sinnar og segir að honum blöskri „fáfræði, skilnings-
skortur og óheiðarleg vinnubrögð höfundar“ (bls. 70). Titillinn og þessi inngangs-
orð setja tóninn fyrir greinina.
30 Dagný kristjánsdóttir, Kona verður til, bls. 23–24.
31 kvennafræðin varð síðar að kynjafræði. Bergljót Soffía kristjánsdóttir, Guðrún
Steinþórsdóttir, Sigrún Margrét Guðmundsdóttir, „„eins og að reyna að æpa í
draumi““, bls. 9.
32 Dagný kristjánsdóttir, „eftirmáli – en ekki endir“, bls. 423.
33 Nicola Rivers, Postfeminism(s) and the arrival of the fourth wave, bls. 15.