Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Side 12
„leIðIN eR INNÁVIð OG UPPÍMÓTI“.
11
það leyti verður mikil viðhorfsbreyting til femínismans sem endurspeglast í
póstfemínismanum,34 sem er umdeilt hugtak innan femínískra fræða.35
Bandaríska fræðikonan Rosalind Gill telur vænlegast að líta á hugtakið
póstfemínisma sem „hugarfar“ (e. sensibility). Með þeim hætti er hugtakið
ekki bundið við eina, ákveðna skilgreiningu. Að mati Gill ætti ekki að líta
á póstfemínisma eingöngu sem bakslag í kvenfrelsisbaráttunni heldur sem
þversagnakennda orðræðu sem rúmar bæði femínísk og andfemínísk þemu
og í þeim skilningi sé póstfemínískt hugarfar samansett úr margvíslegum
þáttum. Í því sambandi nefnir hún til að mynda það viðhorf að kvenleikinn
sé metinn út frá líkamlegum eiginleikum. Póstfemínísk afþreyingarmenning
er haldin þráhyggju gagnvart líkamanum, eins og Gill bendir á, og í stað
þess að líta á félags- eða sálfræðilega þætti sem hluta af kvenleika, til dæmis
móðurhlutverkið eða umhyggjusemi, er kynþokkafullur líkami í forgrunni
þess sem telst kvenlegt.36 Gill nefnir auk þess þá breytingu sem átt hefur sér
stað í tengslum við hlutgervingu kvenna í afþreyingarmenningu samtímans.
konur hafi áður verið þögul, kynferðisleg viðföng karllægs augnarráðs (e.
male gaze)37 en með póstfemínismanum verður karllæga augnarráðið sjálf-
hverft eða narsissískt þar sem konur öðlast vald með útliti sínu og virðast
kjósa sér hlutgervinguna.38 Í þessum þáttum megi svo greina samsvörun við
nýfrjálshyggjuna, eins og Gill bendir á, enda séu bæði hugtök með sterk
tengsl við einstaklingshyggjuna. Póstfemínískt hugarfar getur því verið
þversagnakennt, til dæmis í þeim skilningi að það getur bæði falið í sér val-
deflandi orðræðu til ungra kvenna (e. can-do girl power) en haldið samtímis
aftur af þeim með því að halda þeim í skefjum kynferðislegrar hlutgervingar
og stífu eftirliti með eigin útliti, eins og nánar vikið verður að síðar.39
34 Dagný kristjánsdóttir, Kona verður til, bls. 28.
35 Alda Björk Valdimarsdóttir, Jane Austen og ferð lesandans, bls. 136.
36 Rosalind Gill, „Postfeminist media culture. elements of a sensibility“, European
journal of cultural studies, 10: 2/2007, bls. 147–166, hér bls. 149.
37 Fræg er grein kvikmyndafræðingsins lauru Mulvey um hið karllæga augnaráð, „Vi-
sual pleasure and narrative cinema“, Screen 16: 3/1975, bls. 6–18. Hugtakið lýsir því
þegar kvenlíkamar eru skoðaðir frá sjónarhorni karlmanns í listum og bókmenntum,
þar sem konunni er stillt upp sem viðfangi karllægrar, gagnkynhneigðrar þrár. Þann-
ig er hún gerð að viðfangi fyrir karllæga linsu, fyrir áhorfandann og fyrir þá kvik-
myndapersónu sem áhorfandinn speglar sig í hverju sinni.
38 Rosalind Gill, „Postfeminist media culture. elements of a sensibility“, bls. 151–152;
Alda Björk Valdimarsdóttir, Jane Austen og ferð lesandans, bls. 138.
39 Rosalind Gill, „Postfeminist media culture. elements of a sensibility“, bls. 148–149;
151; 163–164. Nicola Rivers, Postfeminism(s) and the arrival of the fourth wave, bls.
16. Sjá einnig Alda Björk Valdimarsdóttir, Jane Austen og ferð lesandans, bls. 137–138.