Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Side 14
„leIðIN eR INNÁVIð OG UPPÍMÓTI“.
13
Hér framar var vísað í Rosalind Gill sem benti á að kvenleikinn hafi í
auknum mæli verið metinn út frá líkamleika með póstfemínismanum. Í kjöl-
farið varð til einsleit fegurðarímynd í formi ungrar, hvítrar og kynþokka-
fullrar konu en kynferðisleg tjáning kvenna var talin femínískt framfara-
skref sem fyrr segir46 sem fjölmiðlar áttu sinn þátt í að magna upp með hinu
karllæga augnarráði (e. male gaze).47 Grundvallarmunur annarrar bylgju
femínisma og póstfemínisma felst í því hvort eigi að skoða stöðu konunnar
sem einstaklings, eins og póstfemínismi gerir, eða sem samfélagsmál eins og
hugmyndafræði annarrar bylgju gerir ráð fyrir.48 Valfrelsi einstaklingsins í
anda hægrisinnaðrar hugmyndafræði markaðsafla er í hávegum haft innan
póstfemínismans49 en markaðsöflin nýta sér gjarnan póstfemínískar áherslur
á konuna sem kynveru og kynþokka hennar og nota femínísk markmið á
borð við frelsi og sjálfstæði í auglýsingum.50 Póstfemínistar eiga það einn-
ig til að hafna hverskyns hugmyndum og tali um konuna sem fórnarlamb;
konur séu sterkar og beri ábyrgð á sér sjálfar. Sarah Gamble hefur bent á að
þess vegna sjái ýmsir póstfemínistar til dæmis ekki ástæðu til þess að taka
frásagnir kvenna um stefnumótanauðganir (e. date-rape) alvarlega.51 Slíkar
frásagnir vekja gjarnan með þeim þau viðbrögð að afskrifa þær sem „fórnar-
lambsfemínisma í anda annarrar bylgju“ eða tilraunir til þess að spinna upp
samfélagsleg vandamál sem eru löngu útrædd og leyst. Margar konur hafa
þó í gegnum tíðina óttast að segja frá þeim nauðgunum sem þær hafa orðið
fyrir einmitt vegna slíkra viðhorfa og þeirrar póstfemínísku orðræðu sem
afskrifar þær sem fórnarlömb.52
46 Rosalind Gill, „Postfeminist media culture. elements of a sensibility“, bls. 149; Alda
Björk Valdimarsdóttir, „„Ég er ekki þunn!“. Tobba Marinós, kvenfrelsisumræðan
og íslensk skvísumenning“. Fléttur III. Jafnrétti, menning, samfélag, ritstjóri Annadís
Gréta Rúdólfsdóttir, Guðni elísson, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Irma erlings-
dóttir, Reykjavík: Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum, Háskólaútgáfan, 2014, bls.
11–34, hér bls. 13. Frægasta fjölmenningardæmið um þetta er líklega sjónvarps-
þátturinn Beðmál í borginni (e. Sex and the City) sem var á dagskrá á árunum 1998-
2004. Þátturinn fjallar um fjórar, ungar, hvítar konur á framabraut, en líf þeirra snýst
að mestu um karlmenn, kynlíf og ástina. Sjá einnig Alda Björk Valdimarsdóttir, Jane
Austen og ferð lesandans, bls. 133–170.
47 Alda Björk Valdimarsdóttir, Jane Austen og ferð lesandans, bls. 136; Alda Björk Valdi-
marsdóttir, „„Ég er ekki þunn!““, bls. 14.
48 Alda Björk Valdimarsdóttir, „„Ég er ekki þunn!““, bls. 12.
49 Sama heimild, bls. 12.
50 Alda Björk Valdimarsdóttir, Jane Austen og ferð lesandans, bls. 139.
51 Sarah Gamble, „Postfeminism“, bls. 43.
52 Orðin um „fórnarlambsfemínisma“ í þessu samhengi eru rakin til bandarísku fræði-