Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Síða 15
ÁSDÍS HelGA ÓSkARSDÓTTIR
14
Síðustu misseri hefur femínísk umræða verið hávær og fyrirferðarmikil
á samfélagsmiðlum auk þess sem femínísk blogg hafa sótt í sig veðrið og
verið nútímafemínisma mikil búbót.53 Hér á Íslandi má nefna sem dæmi
vefritið Knúz54 sem stofnað var árið 2011 og femíníska vefritið Flóra útgáfa,
sem síðar varð að Víu.55 Sem fyrr segir hefur póstfemínismi verið miðlægur
í femínískri umræðu nútímans vegna sterkrar tengingar sinnar við popp-
menningu. Nicola Rivers telur einmitt að sú staðreynd að poppstjörnur,
sem njóta vinsælda um heim allan, skilgreini sig nú sem femínista eftir að
hafa forðast það sem heitan eldinn að hætti póstfemínískrar orðræðu sé vís-
bending um að teikn séu á lofti um upphaf nýrrar bylgju.56 Þá séu tækifæri í
nútímahræringum femínismans sem felast í samtvinnun (e. intersectionality)
og aðgerðahyggju þvert á kynslóðir (e. intergenerational activism),57 sem vikið
verður nánar að í næsta kafla.
Samtvinnun er mikilvægt hugtak í tengslum við fjórðu bylgju femínism-
ans en bandaríski femínistinn kimberle Crenshaw kynnti hugtakið upp-
haflega í grein árið 1989 þar sem því var ætlað að undirstrika mikilvægi
reynsluheims svartra kvenna í femínískum rannsóknum.58 Í dag er hug-
takið notað fyrst og fremst sem ákall um að femínísk barátta einskorðist
ekki við hvítar konur af millistétt og taki til athugunar breytur á borð við
kynþátt, stétt, kynhneigð, kynvitund og fötlun en setningin: „skoðaðu for-
réttindin þín“ (e. „check your privilege“) er gjarnan sögð í því sambandi.59
Hér gefst ekki rými til þess að fjalla um samtvinnun í löngu máli en þó má
konunnar Camille Paglia, sem telur að frásagnir kvenna af (stefnumóta)nauðgunum
séu til marks um afturför til annarrar bylgju femínisma. Sjálf segist Paglia aðhyllast
svokallaðan „Amazon-femínisma“ (e. Amazon feminism) eða „götugreindar-femín-
isma“ (e. street-smart feminism) sem hún segir fela í sér hæfni til þess að verja sig frá
árásum og bera ábyrgð á eigin hegðun, sem undirstrikar hina póstfemínísku orð-
ræðu um að femínismi og femínistar séu í raun vandamálið. Nicola Rivers, Post-
feminism(s) and the arrival of the fourth wave, bls. 143–145.
53 Nicola Rivers, Postfeminism(s) and the arrival of the fourth wave, bls. 107–108.
54 Knúz – femínískt vefrit, sótt 15. maí 2022 af https://www.knuz.wordpress.com.
55 Vía, sótt 15. maí 2022 af https://www.via.is/.
56 Nicola Rivers, Postfeminism(s) and the arrival of the fourth wave, bls. 58. Rivers nefnir
söngkonurnar Beyoncé knowles og Taylor Swift sem dæmi í þessu samhengi auk
þess sem hún bendir á Beyoncé sem femíníska ímynd hinnar fjórðu bylgju (bls. 1, 7).
57 Sama heimild, bls. 148–149.
58 kimberle Crenshaw, „Demarginalizing the Intersection of Race and Sex. A Black
Feminist Critique of Antidiscrimination Doctrine, Feminist Theory and Antiracist
Politics“, University of Chicago Legal Forum, 8: 1/1989, bls. 139–168.
59 Nicola Rivers, Postfeminism(s) and the arrival of the fourth wave, bls. 96.