Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 16
„leIðIN eR INNÁVIð OG UPPÍMÓTI“.
15
benda á að hún hefur hlotið gagnrýni þrátt fyrir þau jákvæðu skilaboð sem
í henni felast. Gallinn er sá að konur í forréttindastöðu slái hugtakinu upp
sem pólitískri sjálfsskilgreiningu en sleppi allri innri sjálfsskoðun um stétt
og stöðu sem getur haft í för með sér frekari aðgreiningu milli hópa sem
hún ætlaði að draga úr. Hugtakinu hefur raunar stundum verið stillt upp
við hlið orðsins „fjölbreytileiki“ (e. diversity) og samasemmerki sett þar á
milli en það getur orðið til þess að fjórðu bylgju femínistar láti sig hugtakið
varða einungis á femínískum fjöldaviðburðum á borð við Druslugönguna.
Því er afar mikilvægt að vanda til verka í þessum efnum og sjá til þess að
samtvinnun sé bæði í orði og borði í femínískum aðgerðum nútímans.60
1.3 Mæðgur og bylgjur
Þegar ágreiningur verður á milli femínista sem ekki eru af sömu kynslóð
eiga fjölmiðlar það til að draga upp einfalda mynd af skoðanaskiptunum og
slá því upp sem frétt að tveir femínistar séu ósammála. Slíkt kemur engri
femínískri umræðu að gagni en Þórðargleði póstfemínista er fyrirsjáanlegur
fylgifiskur þess að femínistar og konur rífist, eða að einhver átök séu innan
femínismans, vegna þess að það styður kenningu þeirra um femínismann
sem úrelta hugmyndafræði.61 Með uppreisn póstfemínismans gegn annarri
bylgjunni var hafin upp gömul staðalímynd femínistans sem var iðulega
sýnd sem karlhatandi, kynköld, ljót og leiðinleg kona sem ekki þótti eftir-
sóknarvert að láta bendla sig við.62 Annarrar bylgju femínistar hafa jafnframt
gagnrýnt konur sem markaðssetja sig undir formerkjum póstfemínismans.63
Þessari gagnkvæmu höfnun hefur gjarnan verið líkt við dramatískt mæðgna-
samband; póstfemínistar séu í þeirri líkingu uppreisnargjarnar dætur sem
hafni hugmyndafræði mæðra þeirra af annarri bylgjunni.64 Í þeirri uppreisn
lögðu ungu konurnar aukna áherslu á valdeflingu og endurheimt kvenleika
og kynferðis.65 Gallinn við þessa líkingu er þó sá að með því að leggja of
mikla áhersla á mæðgnanálgun innan feminískra fræða geti það grafið und-
60 Sama heimild, bls. 97, 122–123 og bls. 148–152.
61 Sama heimild, bls. 50.
62 Nicola Rivers, Postfeminism(s) and the arrival of the fourth wave, bls. 29, 57.
63 Alda Björk Valdimarsdóttir, „„Ég er ekki þunn!““, bls. 33.
64 Dagný kristjánsdóttir, „Jeg – eller mor. Om mor-datter konflikter hos Auður Jóns-
dóttir“, Nordisk kvindelitteraturhistorie. Over alle grænser 1990-2015, ritstjóri Anne
Marie Mai, Odense: Syddansk Universitetsforlag, 2017, bls. 65–75, hér bls. 67–68;
Nicola Rivers, Postfeminism(s) and the arrival of the fourth wave, bls. 30.
65 Nicola Rivers, Postfeminism(s) and the arrival of the fourth wave, bls. 30.